Nýtt gervigras á keppnisvöll.

Nú er unnið að því að skipta út eldra gervigrasi á aðalkeppnisvelli félagsins. Núverandi gervigras var lagt á völlinn árið 2015 og því var komin tími á endurnýju grassins. Fyrirtækið Metatron sér um verkið líkt og árið 2015. Nauðsynlegt er talið að skipta út gervigrasi á 5 til 7 ára fresti, en gríðarleg notkun er á keppnisvelli félagsins allt árið um kring, frá morgni til kvölds. Stöðug þróun er í gerð gervigrass, en með tilkomu nýs gervigrass minnkar meiðslahætta leikmanna auk þess sem gæði knattspyrnunnar aukast.
Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið um 24. ágúst.