Handbolti: Nýr leikmaður mfl. karla

Haukar hafa fengið til sín góðan liðsstyrk frá úkraínska vinstri hornamanninum Igor Kopishinsky. Igor, sem er fæddur árið 1991, hefur leikið í Litháen og áður á Íslandi en hann lék um nokkurra ára skeið í Þór Akureyri. Við bjóðum Igor velkominn til Hauka og hlökkum til að sjá hann á vellinum.

Andri Steinn skrifar undir samning við knattspyrnudeild Hauka

Andri Steinn Ingvarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka. Andri er fæddur árið 2006 og er ný orðinn 16 ára kom við sögu í tveimur leikjum með meistaraflokki karla á síðasta tímabili og þá hefur hann verið í yngri landsliðum KSÍ. Andri er efnilegur miðjumaður og fagnar stjórn knattspyrnudeildar Hauka að Andri hafi skrifað […]

Kristófer Dan semur við knattspyrnudeild Hauka

Kristófer Dan Þórðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Hauka. Kristófer, sem er fæddur árið 2000, á að baki 56 leiki fyrir meistaraflokk karla og hefur hann skorað 18 mörk og gefið fjöldann af stoðsendingum. Kristófer sleit krossband á síðasta tímabili en með dugnaði hefur endurhæfingin gengið vel. Knattspyrnudeild Hauka fagnar samningnum við Kristófer Dan […]

Sæunn framlengir við Hauka og lánuð í Þrótt R.

Sæunn Björnsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Hauka og gildir nýr samningur til 31. desember 2023. Sæunn mun þó ekki spila með Haukum á komandi sumri heldur mun hún spila með Þrótti R. í efstu deild kvenna en sl. sumar spilaði hún með Fylki í sömu deild. Stjórn knattspyrnudeildar fagnar nýjum samningi við Sæunni […]

Alexander Freyr Sindrason og Davíð Sigurðsson semja við knattspyrnudeild Hauka

Alexander Freyr Sindrason og Davíð Sigurðsson hafa samið við knattspyrnudeild Hauka um að spila með meistaraflokki karla í 2. deildinni á komandi keppnistímabili. Alexander, sem spilar sem hafsent, er uppalinn í Haukum og spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2011 en hann er fæddur árið 1993. Alexander, sem hefur spilað yfir 200 meistaraflokksleiki, kemur […]

Haukar með sex fulltrúa á U16 æfingum karla og kvenna

Haukar eiga alls sex fulltrúa á landsliðsæfingum karla og kvenna í janúar. U16 ára landslið kvenna æfir undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar dagana 12.-14. janúar nk. og í hópnum verða þær Anna Rut Ingadóttir, Guðrún Inga Gunnarsdóttir og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir. U16 ára landslið karla æfir undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar dagana 17.-19. janúar nk. og í hópnum verða þeir Þorsteinn […]