Haukar með sex fulltrúa á U16 æfingum karla og kvenna

Haukar eiga alls sex fulltrúa á landsliðsæfingum karla og kvenna í janúar.

U16 ára landslið kvenna æfir undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar dagana 12.-14. janúar nk. og í hópnum verða þær Anna Rut Ingadóttir, Guðrún Inga Gunnarsdóttir og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir.

U16 ára landslið karla æfir undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar dagana 17.-19. janúar nk. og í hópnum verða þeir Þorsteinn Ómar Ágústsson, Magnús Ingi Halldórsson og Andri Steinn Ingvarsson.

Við óskum þessum efnilegum iðkendum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis.

Áfram Haukar!