5-0 sigur gegn Augnablik – Elín Björg með þrennu

Haukar sigruðu Augnablik 5-0 í Lengjubikar kvenna í kvöld en leikið var á Ásvöllum. Bæði liðin leika í Inkasso deildinni í sumar. Elín Björg Símonardóttir kom okkar stelpum yfir á 7. mínútu og var svo aftur á ferðinni á 23. mínútu með góðu skallamarki eftir frábæra fyrirgjöf frá Sunnu Líf Þorbjörnsdóttur. Leli Halldórsdóttir bætti svo […]

Haukar 88 ára – opið hús

12. apríl 1931 komu 13 ungir piltar saman í húsi KFUM og stofnuðu Knattspyrnufélagið Hauka undir leiðsögn sr. Friðriks Friðrikssonar. Á þessum 88 árum hefur félagið vaxið og dafnað og er í dag meðal öflugustu íþróttafélaga landsins. Í tilefni þessa býður félagið Haukafólki og stuðningsmönnum til afmælisveislu nk. föstudag í anddyri íþróttahússins frá kl. 16:30 – […]

Páskabingó Hauka 2019

Páskabingó Hauka verður haldið laugardaginn 13. apríl nk. kl. 16:00 í Ólafssal. Að venju eru glæsilegir vinningar í boði, m.a.  páskaegg frá Góu í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Spjaldið kostar 500 krónur. Á boðstólum verða einnig veitingar gegn vægu verði, m.a. heitt súkkulaði, kleinur og annað góðgæti. Tilvalin fjölskylduskemmtun fyrir allt Haukafólk. Fjölmennum á […]

Fyrsti heimaleikur í úrslitakeppninni

Meistaraflokkur kvenna í handbolta leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppninni þegar að þær fá Val í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 20:00. Þetta er 2. leikur liðanna í einvíginu en Valskonur unnu fyrsta leik liðinna á laugardaginn 24 – 19 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 12 – 6. Í þeim leik var […]

Gullhátíð á dag – Meistarflokkur kvenna hefur leik í úrslitakeppni

Það verður sannkallaður handboltadagur í dag, laugardag, hjá meistaraflokkum Hauka. Meistaraflokkur kvenna byrjar fjörið þegar að þær leika sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni þegar að þær halda í Origo-höllina á Hlíðarenda og spila þar við Val kl. 14:00. Það verður mikið um að vera hjá Haukafólkinn því að í Schenkerhöllinni verður svo sannkölluð gullhátíð í […]

Kristófer skoraði gegn Bólivíu með U16

Kristófer Jónsson, leikmaður í 3. flokki Hauka í knattspyrnu, var á skotskónum í dag með U16 ára landsliði Íslands er liðið lagði Bólivíu 3-0 UEFA Development Tournament. Ívan Óli Santos (ÍR) og Hákon Arnar Haraldsson (ÍA) skoruðu hin mörkin. Kristófer er á eldra ári í 3. flokki en hefur nú þegar fengið að spreyta sig með […]

Níu úr Haukum á úrtaksæfingum KSÍ

Alls hafa sjö stelpur í 3. flokki kvenna hjá Haukum verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá KSÍ í mars og apríl. Þær Berghildur Björt Egilsdóttir, Elín Björg Símonardóttir, Erla Sól Vigfúsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir voru valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 dagana 12. og 13. apríl […]

Haukastelpur í yngri landsliðum Íslands í handbolta

Það hefur verið mikið um að vera hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta en í lok mars æfðu eldri yngri landsliðin og svo rétt fyrir páska æfa yngstu yngri landsliðin. Að vanda áttu Haukar sína fulltrúa en í U-19 voru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta Rut Harðardóttir en báðar eru þær í lykilhlutverkum í […]