1×2 Getraunastarfið hafið

22 lið hófu keppni í Getraunaleik Hauka núna á laugardaginn. Mikil spenna ríkti á þessum fyrsta degi keppninnar sem fór vel fram og nutu menn góðra veitinga aðalstjórnar. Nýir þátttakendur eru velkomnir í keppnina sem er á laugardögum frá kl. 10 – 12:30 í Stefánssal. Úrslit úr 1. umferð má sjá  á tenglinum Getraunir.

Arnar Aðalgeirs og Sunna Líf valin best á lokahófi knattspyrnudeildar Hauka

Þórdís Elva og Ísak Jóns valin efnilegust Arnar Aðalgeirs og Sæunn Björnsdóttir valin knattspyrnufólk sumarsins Kalli Guðmunds stjórnaði veislunni af mikilli festu Það var góð stemning á lokahófi knattspyrnudeildar Hauka í gærkvöldi þar sem Karl Guðmundsson sá um veislustjórn af mikilli festu og stakri snilld. Bestu leikmenn sumarsins að mati leikmanna voru þau Sunna Líf […]

Uppskeruhátíð yngri flokka Hauka

Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar Hauka var haldin í gær.  Flokkaskipti hafa nú þegar átt sér stað og héldu vissir flokkar sérstakar hátíðir en markmiðið með gærdeginum var að hittast og þétta raðirnar enn frekar. Iðkendur fengu viðurkenningarskjal og gott fótboltasumar gert upp. Ágúst Sindri Karlsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, fór yfir framtíðarsýn félagsins varðandi byggingu knatthúss […]

Breyttur tími leikskólahóps

Vegna árekstra við leikjaskóla barnanna þarf að færa tíma leikskólahópsins. Nýr tími er kl. 12:45 á laugardögum í Hraunvallaskóla. Búið var að tilkynna foreldrum að tíminn myndi verða á sunnudögum en þar sem Ólafssalur er þétt setinn af mótum um helgar var ákveðið að nota ekki þann tíma og vera áfram í Hraunvallaskóla.

Síðasti leikur sumarsins hjá Meistaraflokki Karla

Nú er komið að því, síðasti leikur sumarins hjá Meistaraflokki karla í knattspyrnu árið 2018. Strákarnir eru búnir að standa sig nokkuð vel í sumar og þurfa á öllum ykkar stuðning að halda fyrir síðasta leik sumarsins.  Strákarnir fá sterkt lið HK í heimsókn en HK er þegar búið að tryggja sæti í Pepsi-deildinni að […]

Handboltaveisla í Schenkerhöllinni

Það verður mikið um að vera í Schenkerhöllinni laugardaginn 22. september. Þá bjóða Haukar upp á tvíhöfða á Ásvöllum þegar að leikið verður í Olísdeild kvenna og karla. Stelpurnar byrjar veisluna kl. 16:00 þegar að þær mæta KA/Þór og svo kl. 18:00 mæta strákarnir Akureyri. Boðið verður upp á hamborgaratilboð, hamborgari og gos á 1000 […]

Golfmót kkd. Hauka laugardaginn 22. sept.

Golfmót kkd. Hauka Í fyrra hélt mfl karla í körfu vel heppnað haustgolfmót til styrktar mfl. karla á Kálfatjarnarvelli í Vogunum og heppnaðist mótið gríðarlega vel og var mikil gleði í gangi og því var ákveðið að endurtaka leikinn fyrir tímabilið 2018-2019. Golfmótið mun verða haldið nk. laugardag, þann 22. september á Kálfastjarnarvelli en verðurspá […]

Golfmót Hauka 2018 – úrslit

Golfmóti Hauka 2018 lauk með verðlaunaafhendingu í Golfskálanum  sl. föstudagskvöld. Mótið þótti takast vel í fallegu haustveðri á mjög góðum Hvaleyrarvelli. Í fyrsta skipti í 29 ára sögu mótsins hreppti kona öll helstu verðlaun mótsins – Þórdís Geirsdóttir. Hún hlaut Rauða jakkann  fyrir flesta punkta, Haukabikarinn fyrir  besta skor án forgjafar og Gula boltann, í […]

Olísdeild kvenna fer af stað

Eftir flottan sigur á Fram í Meistarakeppni HSÍ er loksins komið að því að Olísdeild kvenna hefjist hjá stelpunum. Á morgun, þriðjudag, spila stelpurnar sinn fyrsta leik þegar að þær mæta nýliðum HK í Digranesi kl. 19:30. Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna og styðja stelpurnar til sigurs. Áfram Haukar!