Olísdeildin fer af stað

Olísdeildin hjá meistaraflokki karla í handbolta fer af stað á miðvikudaginn og fer hún af stað með BOMBU þegar að FH kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30. Það má því með sanni segja að deildin byrji á besta mögulega hátt því að þessi lið hafa marga spennuleikina háð undanfarin ár og ekki er von […]

Haukamótið í Golfi 2018

Haukamótið 2018 í golfi verður haldið föstudaginn 14. september. Punktakeppni, auk keppni um Haukabikarinn í höggleik. Einnig verður keppt um Gula boltann í flokki eldri kylfinga. Veitt verða verðlaun fyrir næst holu á öllum par 3 brautum á  okkar iðagræna Hvaleyrarvallar. Opið er fyrir skráningu á golf.is Mótanefnd

Leikskólahópur í körfu

Körfuknattleiksdeild Hauka mun starfrækja í fyrsta skiptið leikskólahóp fyrir krakka á aldrinum 3-5 ára. Æfingarnar munu fara fram einu sinni í viku á laugardögum og æft verður í Hraunvallaskóla. Æfingarnar verða kl. 10:15 og hefjast þær 8. september næstkomandi. Einblínt verður á leiki með körfubolta þar sem krakkarnir fá að kynnast íþróttinni og hamast í […]

Akvile Baronenaite til Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Akvile Baronenaite um að spila með liðinu í Domino’s deild kvenna í vetur. Akvile er 182 cm. Lithái og er fædd 1993. Hún hefur lengst af spilað með Hoptrans Sirenos í heimalandinu og spilað með U-16, U-18 og U-20 ára landsliðum Litháen.   Þá hafa þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og […]

Haukar áttu þrjá leikmenn í sigri A landsliðs KKÍ í Noregi. Haukur og Kristján spiluðu sína fyrstu A landsleiki.

Haukur Óskars, Hjálmar Stefánsson og Kristján Leifur voru allir í 12 manna A landsliði KKÍ er sigraði Noreg með tveim stigum í Noregi á sunnudaginn. Haukur og Kristján voru að spila sína fyrstu A landsleiki og áttu báðir góðan leik. Haukur spilaði í rúmar 15 min. og átti stóran þátt í því að Íslenska liðið […]