Haukar eiga leik gegn Njarðvík suður með sjó

  Meistaraflokkur karla sækir nýliða Njarðvíkur heim í fimmtu umferð Inkassodeildarinnar á morgun, fimmtudaginn 31. maí. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Njarðvíkurvellinum í Njarðvík. Njarðvík gerði 2-2 jafntefli við ÍA í síðustu umferð og eru í fimmta sæti deildarinnar með 5 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Haukar biðu lægri hlut gegn Víking Ólafsvík í síðustu […]

Lokahóf HSÍ – Þrenn verðlaun til Hauka

Lokahóf HSÍ var haldið hátíðlegt síðastliðið föstudagskvöld en þá voru þau sem þóttu skara fram úr á tímabilinu í efstu tveimur deildum karla og kvenna verðlaunuð. Haukafólk lét sig að sjálfsögðu ekki vanta en þenn verðlaun fóru í hendur Haukafólks. Björgvin Páll var valinn markvörður tímabilsins í Olís deild karla, Andri Scheving var valinn markvörður tímabilsins […]

Ólöf Helga ráðin þjálfari Íslandsmeistaranna.

Ólöf Helga Pálsdóttir var nú um helgina ráðin sem nýr þjálfari Íslandsmeistara Hauka í Dominos deild kvenna. Ólöf Helga hefur náð eftirtektarverðum árangri með yngri flokka Grindavíkur síðustu ár og var einnig öflugur leikmaður á sínum tíma. Ölöf Helga hefur gríðarlegan metnað sem þjálfari og kemur inn í stað Ingvars Guðjónssonar sem hætti sem þjálfari […]

Fréttatilkynning frá Handknattleiksdeild Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur samþykkt beiðni Hákonar Daða Styrmissonar um riftun á samningi milli Hauka og leikmannsins. Ástæður uppsagnar Hákonar Daða eru af persónulegum toga og mun tilkynning um ástæðu þess birtast í kjölfarið. Það skal tekið fram að báðir aðilar skilja í fullri sátt og þakkar Handknattleiksdeild Hauka Hákoni Daða fyrir farsæla veru hjá okkur […]

Ingvar hættir með kvennaliðið

Ingvar Guðjónsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem aðalþjálfari mfl. kvenna í Dominos deildinni. Ingvar hættir á toppnum, sem þjálfari Íslandsmeistaranna og er það mikill missir fyrir liðið en leit stendur að nýjum þjálfara. Ingvar hefur verið afar farsæll þjálfari hjá deildinni og hefur þjálfað flestar stelpurnar í mfl. frá því að þær voru […]

Hilmar Smári kominn aftur heim

Hilmar Smári Henningsson er búinn að skrifa undir 2ja ára samning við uppeldisfélagið og er það mikið gleðiefni að hann hafi ákveðið að koma aftur heim eftir að hafa farið til Þór Akureyri um jólin á síðasta tímabili í Dominos deildinni. Hilmar Smári er einn efnilegasti leikmaður landsins og er lykilmaður í U18 ára landsliði […]

150 ára afmæli Sr. Friðriks Friðrikssonar

Föstudaginn 25. maí nk. eru 150 ár síðan Sr. Friðrik Friðriksson, æskulýðsleiðtogi og brautryðjandi í starfi með ungmennum, fæddist að Hálsi í Svarfaðardal. Hann stofnaði félögin KFUM og KFUK og urðu Valur, Væringar (síðar Skátabandalag Reykjavíkur), Haukar og allar fimm sumarbúðir KFUM og KFUK til út frá þeim. Karlakórinn Fóstbræður varð jafnframt til innan KFUM. […]

Lokahóf Handknattleiksdeildar

Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka var haldið síðastliðin föstudag í Ægisgarði. Þar áttu meistaraflokkar Hauka ásamt stjórn og sjálfboðaliðum góða kvöldstund saman. Eins og venjan er velur stuðningsmannahópur Hauka, Haukar í horni, sína bestu leikmenn á tímabilinu en þar voru það Daníel Þór Ingason og Maria Ines sem voru valin. Auk þess völdu þjálfara meistaraflokksliða Hauka þá […]

Ástríður Glódís Gísladóttir til liðs við Hauka

Markmaðurinn Ástríður Glódís Gísladóttir hefur ákveðið að leika með Haukum í Olísdeild kvenna á næsta tímabili. Ástríður Glódís kemur til Hauka á lánssamningi frá Fylki en hún hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands og er núna í U20 ára landsliðinu. Haukar bjóða Ástríði velkomna í Haukafjölskylduna og hlakka til að sjá hana á gólfinu eftir […]