Knattspyrnuskóli Hollandsmeistara PSV Eindhoven hjá Haukum

Knattspyrnufélagið Haukar stendur fyrir knattspyrnuskóla í samstarfi við nýkrýnda Hollandsmeistara PSV Eindhoven dagana 18. – 22. júní þar sem stelpum og strákum á aldrinum 10-16 ára gefst kostur á að æfa í viku eftir þjálfunaraðferðum knattspyrnuakademíu PSV! Um er að ræða einstakt tækifæri og ógleymanlega reynslu fyrir unga leikmenn sem vilja æfa undir  stjórn unglingaþjálfara […]

Emil og Helena mikilvægust

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Hauka: Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Hauka fór fram laugardaginn 12. maí í Ólafssal að Ásvöllum í kjölfar velheppnaðs tímabils, en bæði meistarflokkur kvenna og karla urðu deildarmeistarar á tímabilinu ásamt því að Haukar urðu Íslandsmeistarar kvenna. Framtíðin er björt hjá Haukum því þeir urðu einnig Íslandsmeistarar í drengjaflokki og komust í úrslit í stúlknaflokki og […]

Haukar taka á móti Magna frá Grenivík á morgun

Meistaraflokkur karla tekur á móti Magna frá Grenivík í annari umferð Inkasso-deildarinnar á morgun. Haukar gerðu 2-2 jafntefli við granna þeirra í Þór Akureyri á Ásvöllum í fyrstu umferð á meðan að Magni tapaði gegn HK 3-0 í Kópavoginum um síðustu helgi. Búast má við hörkuleik þar sem bæði lið eru að leita að sínum […]

Elín Jóna til Vendsyssel

Markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vendsyssel í Danmörku.Vendyssel er í 1.deildinni í Danmörku. Elín Jóna hefur átt þrjú frábær tímabil hjá Haukum og erum við ákaflega stolt að okkar leikmenn fari í atvinnumennsku eftir frábæra frammistöðu hjá okkur. Við óskum Elín Jónu góðs gengis í Danmörku og það verður […]

Elías Már nýr aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins

Elías Már Halldórsson þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins en hann mun einnig þjálfa áfram kvennalið Hauka. Við ráðninguna hafði Elli þetta að segja: “Ég er stoltur að fá þetta tækifæri og vil þakka Haukum sérstaklega fyrir að leyfa mér að stíga inn í þetta spennandi verkefni. Ég hlakka til að […]

8. flokkur drengja fékk silfur á Íslandsmótinu

8.flokkur drengja léku í úrslitamótinu um íslandsmeistaratitilinn helgina 28-29.apríl. Strákarnir fengu silfur á mótinu en þeir unnu þrjá leiki gegn Stjörnuni, Fjölni og Njarðvík en töpuðu gegn Breiðablik sem enduðu sem íslandsmeistarar. Flottur árangur hjá strákunum sem byrjuðu tímabilið í B riðli. Strákarnir eru virkilega duglegir að æfa sig samkvæmt þjálfaranum og hafa þeir allir […]

Drengjaflokkur Íslandsmeistarar

Drengjaflokkur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn er þeir lögðu gott lið Stjörnunnar í úrslitum, 88-79. Leikurinn var gríðarlega vel spilaður af báðum liðum og hafði leikurinn allt að bjóða mörgum áhorfendum sem mættu til að styðja liðin, ótrúleg 3ja stiga skot, flottar varnar og hraður sóknarleikur. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn, Haukarnir leiddu nánast allan […]

Stúlknaflokkur fékk silfur í Íslandsmótinu

Stúlknaflokkur spilaði til úrslita um Íslandsmeistarartitilinn á sunnudaginn og náði ekki alveg að fylgja eftir góðum leik í undanúrslitum og töpuðu fyrir sterku Keflavíkurliði. Haukaliðið byrjaði gríðarlega vel og komu vel stemmdar til leiks og náðu mest um 10 stiga forystu í 1. leikhluta. Keflavíkurliðið komst hægt og bítandi aftur inní leikinn og voru að […]

Kristófer valinn í U15 landsliðið

Kristófer Jónsson, leikmaður á yngra ári í þriðja flokki karla í Haukum hefur verið valinn í U15 landsliðshóp Íslands sem leikur tvo leiki gegn Sviss, 8. og 10. maí nk. Leikirnir fara báðir fram á Eimskipsvellinum í Laugardal. Þorlákur Árnason er landsliðsþjálfari U15. Haukar óska Kristófer innilega til hamingju og óska honum góðs gengis í […]