Flugeldasala Hauka og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Eins og undanfarin ár munu Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Knattspyrnufélagið Haukar hafa með sér samvinnu um rekstur á einum af sölustöðum Björgunarsveitarinnar. Sölustaður Hauka er á Tjarnarvöllum og hefst salan þann 28. desember n.k. Styðjum við bakið á Björgunarsveit Hafnarfjarðar og verslum á Tjarnarvöllum. Með því styrkjum við frábært starf Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og einnig okkar frábæra […]

Viðurkenningahátíð Hauka – Íþróttamaður ársins 2017

Á Gamlársdag verður hin árlega viðurkenningahátíð félagsins þar sem Íþróttakona, Íþróttamaður og Þjálfari ársins verða valin. Auk þess verða Haukafélagar, sem tekið hafa þátt í hinum ýmsu verkefnum sérsambandanna heiðraðir. Hátíðin hefst kl. 12:30 og er í íþróttasalnum. Léttar veitingar að hátíðinni lokinni. Haukafélagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta.

Gleðileg Jól

Knattspyrnufélagið Haukar óskar ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt og árangursríkt samstarf á árinu sem er að líða.

Andrea, Ásdís og Helga semja við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við þær Andreu Önnu Ingimarsdóttur, Ásdísi Ingu Magnúsdóttur og Helgu Ýr Kjartansdóttur. Allar gerðu þær tveggja ára samninga. Andrea Anna er uppalin hjá Haukum og kom við sögu í fimm leikjum Hauka í Pepsí deildinni sl. sumar og einum í Borgunarbikarnum en meiðsli settu strik í reikninginn. Þær Ásdís Inga og […]

 Þorláksmessuskata

Hin árlega skötuveisla verður haldin á Þorláksmessu í Samkomusalnum. Kæst skata og saltfiskur ásamt meðlæti á hóflegu verði. Hefst kl. 12. Verð kr. 3000. Borðapantanir og miðasala í afgreiðslu – 525 8700  og  bhg@haukar.is

Hafnarfjarðarslagur í kvöld

Síðasti leikurinn hjá strákunum fyrir jólafrí er Hafnarfjarðarslagur í kvöld, mánudag, kl. 19:30 í Kaplakrika. Það er allt undir í þessum leik og að sjálfsögðu viljum við rauð Jól í ár eins og í fyrra. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja strákana til sigurs!

Stelpurnar mæta á Selfoss á sunnudaginn

Síðasti leikurinn hjá stelpunum fyrir jólafrí er á sunnudaginn kl. 18:00 á Selfossi.  Stelpurnar hafa leikið afar vel undanfarið og eru sem stendur í öðru sæti í deildinni. Leikurinn verður sýndur beint á Selfoss TV og munum við setja link inn á FB síðu handboltans.  

Stórleikur í bikarnum í kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur í 16. liða úrslitum Coca-Cola bikars karla þegar að meistaraflokkur karla í handbolta fær ÍR í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30. Leikurinn í kvöld verður þriðji leikur félagana á tímabilinu en áður hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni. Liðin mættust fyrst í fyrsta leik tímabilsins í Schenkerhöllinni en þá unnu […]