Uppskeruhátíð yngri flokka handknattleiksdeildar Hauka

Uppskeruhátíð yngri flokka handknattleiksdeildar Hauka var haldinn á Ásvöllum föstudaginn 19 maí. Voru það bæði stelpur og strákar úr 8. – 3. flokki sem komu saman. Farið var yfir veturinn sem var mjög árangursríkur hjá yngri flokkum, bæði hvað varðar iðkendafjölda og keppni. Til Íslandsmeistara unnu 5. fl. kvenna, 6. fl. karla og 3. fl. […]

Úrslit Getraunaleiks Hauka

Getraunaleik Hauka er nýlokið. Leikurinn hófst í september og léku 22 lið   25 umferðir. Úrslit  eru  nú kunn. sæti:  BALDRAR með 41 stig sæti: HAUKAFEÐGAR með 40 stig sæti: HIST með 38 stig Lokahóf með verðlaunaafhendingu verður haldið mánudaginn 29. maí kl. 20 í Forsalnum. Þar verður stutt skemmtidagskrá með ljúffengum veitingum. Eru þátttakendur hvattir […]

Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar fer fram miðvikudaginn 17. maí kl. 18:00 í Schenkerhöllinni.

Hin árlega uppskeruhátið yngri flokka kkd. Hauka verður haldin hátíðleg miðvikudaginn 17. maí kl. 18:00 í íþróttasal Schenkerhallarinnar. Að venju verða veitt einstaklingsverðlaun, þeir flokkar sem hafa unnið titla á árinu fá viðurkenningu og auðvitað verður „Bollinn“ á sínum stað. Í lokin verða grillaðar pylsur. Við hvetjum alla iðkendur og foreldra/forráðamenn og aðstandendur til að […]

Glæsilegt lokahóf

Glæsilegt lokahóf Handknattleiksdeildar var haldið sl. föstudag í fullum Samkomusal. Góður andi ríkti á samkomunni með lystugum  mat og dillandi tónlist. Viðurkenningar veittar fyrir frábær störf og góðan árangur. Ánægðir  kvöddu samkomugestir veturinn og héldu út í milda vornóttina.

Haukar íslandsmeistarar í unglingaflokki 2017

Haukar urðu íslandsmeistarar í unglingaflokki karla í gær eftir spennusigur á móti KR þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu sek. leiksins, en strákarnir tryggðu sér sigurinn á ævintýralegan hátt í lokin. Sömu lið kepptu til úrslita í unglingaflokki og kepptu síðustu helgi í drengjaflokki, Haukar – KR, og þá höfðu Haukar líka […]

Loksins, loksins, loksins !

Í haust komu nokkrir  talnagleggstu félagar Hauka saman og stofnuðu getraunahópinn SPEKINGAR. Á laugardaginn leystu þeir Gordonshnútinn og fengu 13 rétta og hæsta  vinninginn – eina liðið á Íslandi. Til hamingju,  Spekingar !

Unglingaflokkur karla spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil í dag – sýndur beint á netinu.

Unglingaflokkur karla spilar í dag, sunnudaginn 14. maí kl. 16:00, til úrslita um Íslandsmeistaratitil og leikur gegn KR á Flúðum. Hægt er að fylgjast með leiknum á youtube rás kkí, með því að ýta hér Strákarnir spiluðu gegn Breiðablik í undanúrslitum og unnu öruggan 20 stiga sigur og náðu mest 28 stiga forystu í síðari […]

Íþróttamannvirki í 100% eigu bæjarins.

100% bæjarfélag  Áralöngu baráttumáli félagsins lauk er bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 10. maí sl. að byggingakostnaður íþróttamannvirkja verði 100% bæjarins í stað 90-10% reglunnar sem í gildi hefur verið um árabil. Félagið fagnar þessari ákvörðun.