AFMÆLI – OPIÐ HÚS

Á miðvikudaginn 12. apríl höldum við daginn hátíðlegan. Árið 1931 fyrir 86 árum var Knattspyrnufélagið Haukar stofnað. Opið hús verður frá kl. 16 til 17 í forsal íþróttahússins þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir.

Páskabúðir kkd. Hauka dagana 10-12 apríl 2017.

Körfuknattleiksdeild Hauka verður með páskaæfingar fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára í dymbilivikunni, eða dagana 10-12 apríl frá kl. 12:30 – 15:00. Áhersla verður lögð á bolta- og skotæfingar. Æfingunum mun verða skipt niður í stöðvar þar sem leikmenn mfl. karla og kvenna munu aðstoða krakkana og leiðbeina. Yfirþjálfarar verða Emil Barja, leikmaður mfl. karla […]

Úrslitakeppnin hefst á sunnudaginn kl. 17:00

Úrslitakeppnin hjá strákunum hefst á sunnudaginn þegar Framarar koma í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 17:00. Framarar hafa komið allra liða mest á óvart í vetur og enduðu í 6. sæti þvert á allar spár fyrir tímabilið. Leikir þessara liða hafa verið hörkuleikir í vetur og má búast við skemmtilegri rimmu milli þessara liða. Við hvetjum […]

Lokahóf körfuknattleiksdeildar haldið laugardaginn 8. apríl.

Hið árlega lokahóf kkd. Hauka verður haldið laugardaginn 8. apríl nk. í veislusalnum að Ásvöllum. Húsið opnar kl. 19:00 en borðhald hefst um kl. 20:00 Mfl. deildarinnar verða með skemmtiatrið en auk þess verða veitt einstaklingsverðlaun hjá mfl. karla og kvenna. Verð er kr. 4.900 en 3.900 fyrir félaga í Haukum í horni. Hægt er […]

3.fl. karla deildarmeistari

Strákarnir í 3.fl. tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gær með góðum sigri á FH. Strákarnir hafa spilað mjög vel í allan vetur og hafa þeir unnið 15 af 18 leikjum sínum í vetur. Það er ljóst að framtíðin er björt og það verður gaman að fylgjast með þessum strákum í úrslitakeppninni. Þessi kjarni mun spila í […]

Penninn á lofti á Ásvöllum

Kkd. Hauka gekk til undirskrifta í dag þegar samningar við leikmenn liðsins voru undirritaðir. Þá gekk deildin einnig frá samningi um þjálfun liðsins sem og styrktarþjálfun. Haukar enduðu í 10. sæti Domino‘s deildarinnar á yfirstandandi leiktíð og voru það töluverð vonbrigði þar sem liðið ætlaði sér mun stærri hluti. Það er því ljóst að allir […]