Körfuknattleiksdeildin heldur áfram að tryggja sína leikmann. Undirskriftir hjá mfl. kvenna

LjósIMG_2511t er að hið unga og efnilega lið Hauka í Dominos deild kvenna ætti að verða nokkuð sterkt á næsta ári þar sem stelpurnar skrifuðu undir áframhaldandi samning við félagið. Við liðið bætist svo einn besti leikmaður sem spilað hefur hér á landi, en Helena Sverrisdóttir mun vera á fullu með liðinu á næsta ári eftir að hafa verið frá vegna barneigna.

Með komu Helenu mun liðið fá mikla reynslu og gæði og því ljóst að liðið verður sterkt á næsta þar sem hinir ungu leikmenn liðsins sýndu á liðnu tímabili að þær eru að verða tilbúnar að berjast á toppnum og sýndu ótrúlegar framfarir í vetur.

Liðið mun þó missa Sólrúnu Ingu sem mun fara vestur yfir haf í skóla og óskum við henni velfarnaðar í því verkefni og bíðum spennt eftir að hún komi til baka eftir nokkur ár erlendis.

Nú verður farið í að skoða næstu skref fyrir liðið og undirbúa það fyrir næsta tímabil.

Áfram Haukar