Haukar-Akureyri á sunnudaginn kl. 16:00

Olís deildin heldur áfram á sunnudaginn þegar lið Akureyrar kemur í heimsókn. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og okkar strákar eru að berjast um að vera áfram á topppnum. Það má því búast við hörkuleik í Schenkerhöllinni kl. 16:00 á sunnudaginn. Mætum öll og styðjum strákana til sigurs!  

Alexandra framlengir við knattspyrnudeild Hauka

Alexandra Jóhannsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til október 2019. Alexandra, sem er 17 ára gömul, var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna eftir síðasta keppnistímabil þegar liðið tryggði sér sæti í Pepsí deildinni. Alexandra, sem spilar á miðjunni, spilaði alls 18 leiki í 1. deildinni og í úrslitakeppninni á síðasta tímabili […]

Catarina og Stefanía semja við knattspyrnudeild Hauka

Catarina Lima og Stefanía Ósk Þórisdóttir hafa skrifað undir samninga við knattspyrnudeild Hauka. Stefanía gekk til liðs við Hauka vorið 2015 og skoraði hún fjögur mörk í 13 leikjum í B riðli 1. deildar kvenna á síðasta tímabili. Catarina Lima er á 18 aldursári og flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands á síðasta ári […]

Þjálfari

Elías Már Halldórsson þjálfar mfl. kvenna á næstu leiktíð

Í dag náðust samningar milli Handknattleiksdeildar Hauka og Elíasar Más Halldórssonar um að hann taki að sér starf aðalþjálfara kvennaliðs deildarinnar og taki við af Óskari Ármannssyni, sem verður ekki áfram með liðið á næstu leiktíð vegna anna.  Elías mun mun taka við liðinu eftir þessa leiktíð.    Elías Már sem er 34 ára hefur leikið […]

Tvíhöfði á morgun

Það verður sannkölluð VEISLA í Schenkerhöllinni að Ásvöllum næstkomandi laugardag en þá taka bæði stelpurnar og strákarnir á móti Gróttu. Fyrst eru það stelpurnar en þær hefja leik kl. 15:00 gegn Gróttu. Næst eru það strákarnir en þeirra leikur gegn Gróttu hefst kl. 17:00 Gerum okkur góðan dag, mætum á völlinn og styðjum bæði mfl. […]

Samúel endurkjörinn

Aðalfundur  Knattspyrnufélagsins Hauka var haldinn sl. mánudag. Fundurinn var fjölsóttur að venju. Fjárhagsstaða félagsins er með besta móti. Eftirvænting og tilhlökkun með nýjan sal setti svip sinn á fundinn. Samúel Guðmundsson var endurkjörinn formaður félagsins.

Haukar heimsækja Stjörnuna í Dominos deild kk í kvöld kl. 19:15

Haukar heimsækja Stjörnuna í næst síðustu umferð í Dominos deild karla í kvöld, sunnudaginn 5. mars og hefst leikurinn kl. 19:15 í Ásgarði. Haukarnir unnu síðasta leik á heimavelli á móti Snæfell, nokkuð örugglega en strákarnir þurfa fleiri sigra til að tryggja sætið í Dominos deildinni. Með sigri komst liðið úr fallsæti þar sem Haukar […]