Lengjubikarinn í Ásvöllum í kvöld og á morgun

Meistaraflokkar Hauka í knattspyrnu verða í eldlínunni í Lengjubikarnum í kvöld, fimmtudag, og á morgun, föstudag, á Ásvöllum. Meistaraflokkur karla mætir Víking R. í riðli 1 í A deild Lengjubikars karla en eftir fjóra leiki eru okkar strákar með 2 stig en Víkingar með 6 stig. Leikurinn hefst kl. 19:00. Meistaraflokkur kvenna mætir liði Selfoss […]

Hanna og Marjani semja við Hauka

Hanna María Jóhannsdóttir og Marjani Hing-Glover hafa skrifað undir samninga við knattspyrnudeild Hauka um að spila með meistaraflokki kvenna í Pepsí deildinni í sumar. Hanna, sem spilar sem miðvörður, lék 10 leiki með Haukum í 1. deildinni á síðasta tímabili og skoraði fjögur mörk en hún missti af seinni hluta mótsins vegna náms í Bandaríkjunum sem […]

Haukar semja við Andra Fannar um markmannsþjálfun

Andri Fannar Helgason hefur skrifað undir samning þess efnis að hann annist markmannsþjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Haukum. Áður spilaði Andri með Þrótti Reykjavík, Álftanesi og KV á sínum ferli. Fyrr í vetur skrifaði markvörðurinn Trausti Sigubjörnsson undir samning við félagið og segir Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, að Andri Fannar sé afar góð […]

Andlátsfrétt

Okkar ágæti félagi Hermann Þórðarson er látinn, 85 ára að aldri. Hermann var einn af forystumönnum félagsins til margra ára. Hann var formaður Handknattleiksdeildar  1970 – 1974 og 1987 – 1989, Formaður aðalstjórnar félagsins 1978 -1981. Hann var útnefndur heiðursfélagi  2001. Félagið sendir fjölskyldu Hermanns hjatanlegar samúðarkveðjur.

Haukastúlkur fögnuðu með Söru Björk og byggja upp stemningu fyrir Pepsí

Meistaraflokkur kvenna hjá Haukum er kominn heim eftir afar vel heppnaða ferð til Wolfsburg. Lokahnykkur ferðarinnar var að sjá toppslag Wolfsburg-Bayern München í Bundisligu kvenna en liðin voru fyrir leikinn í 2. og 3. sæti deildarinnar. Leikurinn var hin besta skemmtun þar sem Sara Björk spilaði allan leikinn á miðjunni. Mikil fagnaðarlæti voru í leikslok […]

Meistaraflokkur kvenna í frábærri ferð í Wolfsburg

Undanfarna daga hefur meistaraflokkur kvenna verið í heimsókn hjá knattspyrnufélaginu Wolfsburg í Þýskalandi. Ferðin hefur verið afar lærdómsrík og skemmtileg og móttökur Wolfsburg hafa verið ótrúlegar. Magnaður leikvangur & Hádegisverður með Söru Björk Haukakonur æfðu á æfingasvæði félagsins, fengu kynningu á starfssemi félagsins og stórglæsilegur AOK Stadion kvennaliðs Wolfsburg var heimsóttur. Þar gengu forráðamenn og […]