Fyrirtækjamót Skákdeildar Hauka var haldið nýlega.

Eftirtalin fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Hafnarfjarðarbær, Verkalýðsfélagið Hlíf, Hvalur hf., Fjarðarkaup ehf., Ópal sjávarfang ehf., Myndform ehf., Sjóvá, Fura ehf., Hress, Heilsurækt, Hópbílar hf., Saltkaup hf., Sælgætisgerðin Góa/Linda, Kentucky Fried Chicken, Actavis hf., Blekhylki.is, Útfararstofa Hafnarfjarðar, Hlaðbær – Colas hf., Penninn/Eymundsson, Tempra ehf., Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., H.S. Veitur hf., Stálsmiðjan/Framtak ehf., Útfararþjónusta Hafnarfjarðar, […]

Vel heppnuð vorferð Öldungaráðs

Á fimmtudaginn hélt 30 manna hópur héðan í hina árlegu vorferð Öldungaráðs. Ekin var Vatnsleysuströndin með viðkomu í Kálfatjarnarkirkju og Vogum þar sem Haukahjónin Þóra Bragadóttir og Hafsteinn Ólafsson tóku á móti hópnum. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í fyrirtæki þeirra hjóna, Beiti. Ekið var síðan um Reykjanesið og endað  Í Grindavík þar sem […]

Haukar – ÍA í bikarkeppninni á laugardag

Næsti leikur kvennaliðs Hauka er á laugardag þegar stúlkurnar taka á móti ÍA í 16. liða úrslitum Borgunarbikars kvenna. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst kl. 14.00. Lið ÍA er í neðsta sæti Pepsí deildar með eitt stig og má búast við spennandi leik. Fjölmennum á Ásvelli á laugardag kl. 14.00 og hvetjum stelpurnar […]

Opið fyrir umsóknir á Afrekslínu Hauka fyrir næsta vetur

Búið er að opna fyrir umsóknir á Afrekslínu Hauka fyrir skólaveturinn 2016-17! Hauka bjóða upp á metnaðarfullt afreksstarf sem samanstendur af Afreksskóla Hauka, fyrir 8.-10. bekkinga, og svo Afrekssviði Hauka fyrir framhaldsskólanema. Umsóknarfresturinn er frá 1. – 30. júní. Allar upplýsingar er að finna inni á umsóknareyðublaðinu – smelltu hér

Fjáröflun landsliðskrakka í körfunni í gangi

Kkd. Hauka eiga tólf landsliðskrakka sem eru að taka þátt í verkefnum í sumar, í norðurlandamóti og evrópumóti. Svona ferðir eru greiddar að langmestu leyti af krökkunum sjálfum og er um töluverðan kostnað að ræða fyrir þá aðila sem eru valin í þessi verkefni. Nú, eins og síðustu sumur, hafa þessir krakkar farið í fyrirtæki […]

Grétar Ari lánaður á Selfoss

Hinn ungi og efnilega markmaður Grétar Ari Guðjónsson hefur verið lánaður á Selfoss og mun hann því leika með þeim á næsta tímabili. Grétar Ari hefur verið aðalmarkmaður U20 ára landsliðsins og er einn efnilegasti markmaður landsins. Grétar Ari hefur tekið stórt skref í vetur þar sem hann hefur verið varamarkmaður í m.fl. karla. Með […]

Haukar – Huginn á laugardaginn kl. 14:00

Haukar mæta Huginn í fimmtu umferð Inkasso deildarinnar á laugardaginn kl. 14:00 og fer leikurinn fram á Ásvöllum. Okkar strákar eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar með fjögur stig á meðan Huginn situr í sæti neðar með þrjú stig. Það er um afar mikilvægan leik að ræða og stuðningur Hauka-fólks skiptir miklu máli. Fjölmennum […]