Fyrsta spilakvöld Öldungaráðs Hauka

Miðvikudaginn  30. október hittast félagar Öldungaráðs á fyrsta spilakvöldi vetrarins. Glæsileg spila- og happdrættisverðlaun  verða í boði.  Matur og léttar veitingar. Fjölmennum og takið með  ykkur  gesti. Samkoman hefst kl. 18. Góða skemmtun ! Nefndin

Haukadagur hjá körfunni á miðvikudaginn

Kæru foreldrar og börn. Næstkomandi miðvikudag, 23. september, verður opið hús fyrir alla körfuboltaiðkendur og foreldra þeirra frá klukkan 17:00-19:00. Þar verða til sölu körfuboltabúningar, Haukapeysur, buxur o.fl. Einnig verða tölvur á staðnum þar sem foreldrar geta fengið leiðbeiningar hvernig ganga á frá skráningu og sækja um niðurgreiðslu frá bænum. „Haukar í horni“ verða með […]

Haukar – Þór Ak. í kvöld kl. 19:00 á Akureyri

Mfl. kk í körfu spilar sinn annan leik í Lengjubikarnum í kvöld kl. 19:00 á Akureyri. Þórsarar hafa styrkst mikið í sumar og eru komnir með gott lið en þeir spila í fyrstu deildinni og þeir ætla að gera allt til að komast í úrvalsdeildina. Haukastrákarnir spiluðu við Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn og unnu […]

Kristinn valinn í U17 í fótbolta

Kristinn Pétursson hefur verið valinn í lokahóp U17 landsliðsins í fótbolta sem tekur þátt í undanriðli EM. Undanriðillinn verður spilaður hér á Íslandi dagana 22.-27. september.  Fyrsti leikur liðsins er við Kasakstan á Grindavíkurvelli  í dag 22. september kl. 16, annar leikurinn fer fram á fimmtudag við Grikkland á Laugardalsvelli og svo á sunnudag mætir […]

Björgvin valinn knattspyrnumaður Hauka 2015

Lokahóf knattspyrnudeildar Hauka var haldið á laugardagskvöldið með pompi og prakt þar sem leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk fögnuðu árangri sumarsins. Hildigunnur Ólafsdóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna og Katrín Hanna Hauksdóttir var valin sú efnilegasta en hún spilar með 3. flokki Haukum en tók að sér markmannsstöðuna vegna meiðsla. Björgvin Stefánsson var valinn besti […]

Skráning á Árgangamót körfunnar hafin

Hið árlega og vinsæla Árgangamót körfunnar verður haldið laugardaginn 3. október í Schenkerhöllinni. Skráning er hafin og hægt er að skrá sig á eftirfarandi slóð – http://vitinn.hafnarfjordur.is/machform/view.php?id=13221 Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst svo skipulagning gangi sem best fyrir sig.  

Tap gegn ÍBV

Meistaraflokkur karla í handbolta tók á móti ÍBV í leik í 2. umferð Olís deildar karla en um er að tala frestaðan leik vegna þátttöku Hauka í EHF bikarnum. Fyrir leik var Haukaliðið búið að vinna báða sína leiki á meðan ÍBV var búið að tapa báðum leikjum sínum.

Síðasti leikur tímabilsins í dag.

Haukar leika sinn síðasta leik í 1. deild karla í sumar er liðið mætir HK í Kórnum í dag, laugardag, kl. 14:00. Okkar strákar eru í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig og geta tryggt það sæti með sigri en Grindavík er stigi á eftir með 33 stig. HK er í áttunda sæti með 28 […]