Haukar í höllinni – Upphitunin heldur áfram

Í tilefni af því að úrslitin í Coca Cola bikarnum fara fram um helgina þá hefur heimasíðan sett sig við samband við leikmenn og þjálfara og tekið þá í stutt spjall. Næsti viðmælandi er Árni Steinn Steinþórsson en hann hefur leikið einkar vel í vetur og var meðal annars í æfingarhóp landsliðsins fyrir Evrópumótið í janúar. […]

Engin útsending í kvöld

Því miður verður leikur Hauka gegn KR í Dominosdeild kvenna ekki sendur út í kvöld sökum bilunar á vélbúnaði. Er stuðningsfólk hvatt til að mæta í Schenkerhöllina og styðja sitt fólk áfram. -HaukarTV 

Styttist í Nettó mótið

Nettó mótið í körfubolta verður haldið næstkomandi helgi og hefur mikil stemning myndast í kringum þetta mót. Haukar senda sína fulltrúa eins og alltaf og í tilefni af því hefur þetta myndbandi verið klippt saman. Það er um að gera ef fólk á leið suður með sjó að kíkja á framtíðarstjörnur Hauka í körfuknattleik

Nýkrýndir bikarmeistarar leika á móti KR í kvöld kl. 19:15

Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka í kvennaflokki taka á móti KR í kvöld í Schenkerhöllinni kl. 19:15. Stelpurnar sýndu mjög góðan leik í Höllinni síðasta laugardag og lögðu þar hið firnasterka lið Snæfells að velli í fyrsta skipti í vetur. Allt liðið spilaði einstaklega vel og var varnarleikur liðsins til fyrirmyndar í síðari hálfleik eftir að byrjunin […]

Upphitun fyrir bikarslaginn – Matthías Árni í léttu spjalli

Í tilefni af því að úrslitin í Coca Cola bikarnum fara fram um helgina þá hefur heimasíðan sett sig við samband við leikmenn og þjálfara og tekið þá í stutt spjall. Sá sem ríður á vaðið er fyrirliði karlaliðsins, Matthías Árni Ingimarsson, og báðum við hann um að svara nokkrum spurningum. Nú er langt gengið […]

Forsala á bikarleikina, Haukar eina félagið sem er með karla – og kvennalið í undanúrslitum

Um næstu helgi fer fram bikarhátíð í handboltanum. Hátíðin hefst á undanúrslitaleikjunum sem nú verða leiknir á sitthvorum deginum. Stelpurnar spila á fimmtudeginum 27. febrúar og strákarnir á föstudeginum 28. Úrslitaleikirnar verða svo leiknir á laugardeginum 1. mars.Haukar eru eina félagið sem á fulltrúa bæði karla og kvenna megin sem er frábær árangur. Stelpurnar spila […]

Bikarmeistarar 2014!

Það var dýrðardagur í sögu Hauka á Laugardaginn þegar meistaraflokkur kvenna tryggði sér Poweradebikarinn eftir hörku einvígi við Snæfell 70-78. Þetta er jafnframt sjötti bikartitillinn (1984, 1992, 2005, 2007, 2010 og 2014). Leikurinn byrjaði ekki sem best fyrir Haukastúlkurnar og gekk þeim illa að koma boltanum ofan í körfuna. Að sama skapi gekk allt upp […]

Jafntefli hjá stelpunum í miklum spennuleik

Í gær tóku stelpurnar í handboltanum á móti Gróttu í Olísdeildinni. Þetta reyndist vera enn einn háspennuleikurinn hjá stelpunum. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill, Haukastúlkur undir frá fyrstu mínútu og munurinn varð mest fjögur mörk en staðan í hálfleik var 15 – 17.  Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik jöfnuðu Haukarnir og voru síðan […]