Haukar deildarbikarmeistarar 2013

Fyrsta mark leiksins í dag gaf sannarlega tóninni fyrir það sem myndi vera, stórkostlegt sirkusmark sem endaði með því að Sigurbergur skoraði og FH piltar stóðu bara og horfðu á. Þetta var gott dæmi um það sjálfstraust sem er í liðinu um þessar mundir og í dag áttu FH ingar engin svör við frábærri Haukavörn […]

Öruggur sigur á Fram og Haukar mæta FH í úrslitum

Leikurinn gegn Fram í Strandgötunni í kvöld byrjaði af miklum krafti og sterkur varnaleikur beggja liða var alls ráðandi. Í hálfleik var staðan 10 – 7 fyrir Hauka og því forskoti náðu þeir á síðustu mínútum hálfleiksins. Í seinni hálfleik var eins og allur kraftur væri úr Framliðinu og kom fyrsta mark þeirra ekki fyrr […]

Haukar unnu báða leikina í tvíhöfðanum

Bæði meistaraflokkur kvenna og karla sendu gestina heim með 0 stig í farteskinu. Báðir leikir byrjuðu ágætlega jafnir en Haukaliðin tóku svo að síga framúr í seinnihálfleik   Hér má lesa nánari umfjallanir um leikina hjá Karfan.is Haukar 64-53 Hamar  Haukar 76-59 Skallagrímur 

Flugfélag Íslands deildarbikarinn í kvöld í Strandgötunni

Í kvöld og á morgun verður spilaður deildarbikarinn í handbolta, Flugfélag Íslands deildarbikarinn. Fjögur efstu lið Olísdeildarinnar eiga þátttökurétt (Haukar – FH – ÍBV – Fram) og í kvöld verða spiluð undanúrslit. Þar leika okkar strákar á móti Fram en þessi lið mættust í síðasta leik liðanna í deildinni þar sem Haukar höfðu sigur þótt […]

Tvíhöfði á föstudaginn

Það verður nóg um að vera á Ásvöllum á föstudaginn en bæði lið Hauka í Domino‘s deildunum leika leiki sína þann dag. Haukastúlkur fá Hamar í heimsókn og Skallagrímur mæta drengjunum. Bæði lið eru í mikilli baráttu við liðin á toppnum og sigur í þessum leikjum nauðsynlegur til að halda þeirri baráttu áfram. Skallagrímur situr […]

Þrír leikmenn Hauka í 18 ára landslið KKÍ

Þrír leikmenn Hauka, Kári Jónsson, Kristján Leifur Sverrisson og Hjálmar Stefánsson, hafa allir verið valdir í 20 manna æfingahóp KKÍ sem mun koma saman um jólin og er að æfa fyrir Evrópukeppnina. Kári hefur spilað stórt hlutverk í spútnikliði Hauka í mfl. í vetur þó hann sé einungis 16 ára og Kristján og Hjálmar hafa […]

Einn leikmaður Hauka í U20 ára landsliði HSÍ

Adam Baumruk hefur verið valinn í 20 manna æfingahóp fyrir U20 ára landslið HSÍ sem mun æfa saman yfir jólin. Adam hefur verið einn af lykilmönnum toppliðs Hauka í Olís deildinni og hefur sýnt það að hann á heima í þessu liði og má búast við að hann verði einn af lykilmönnum U20 ára liðsins. […]

Feðgarnir Jón og Kári bornir saman

Feðgarnir Jón Arnar Ingvarsson og Kári Jónsson hafa verið sýnilegir hjá Ruslinu á karfan.is í dag og í gær. Fyrir þá sem ekki vita þá er helsta umfjöllunarefni Ruslsins tölfræði og er þar tekið saman hin ýmsu afrek manna á vellinum. Það sem þeir feðgar eiga sameiginlegt er að þeir byrja báðir að spila með […]