Elvar: Emil hleður í eina silent þrennu

Haukar mæta Njarðvík í Domino‘s deild karla í kvöld þegar sjöunda umferðin klárast. Leikurinn hefst kl. 19:15 og leikið er í Njarðvík. Liðin eru jöfn af stigum í töflunni og með sigri geta Haukar skottast upp í 3. eða 4. sæti deildarinnar og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða. Heimasíðan setti sig í samband […]

Getraunaleikur Hauka 1×2

Riðlakeppni lokið  Um síðustu helgi lauk spennandi riðlakeppni Getraunaleiks Hauka. Úrslit verða gerða opinber síðar í vikunni. Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn og verða spilaðar 5 umferðir í 3 riðlum. Glæsileg verðlaun eru í boði og fer verðlauanafhending fram á viðurkenningarhátíðinni á Gamlársdag þar sem einnig verða krýndir bestu leikmenn og þjálfarar félagsins.

Haukamenn á toppi tölfræðilista

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með íslenska körfuboltanum að Haukar hafa byrjað tímabilið með glans og sitja í 5. sæti deildarinnar með 8 stig, jafnt af stigum og Njarðvík og Grindavík. Haukar mæta einmitt Njarðvíkingum í næstu umferð og get með sigri plantað sér í þriðja eða fjórða sætið. Leikmenn Hauka […]

Sigur á KFÍ

Ísfirðingar litu við á Ásvelli á föstudagskvöldið þegar Haukar og KFÍ mættust í sjöttu umferð Domino‘s deildarinnar og höfðu okkar menn betur 73-67. Haukar áttu erfitt uppdráttar og gekk þeim illa að skora í körfu gestanna og var það ekki fyrr en undir lok leiks að allt small í gang. KFÍ byrjuðu með látum og […]

Enn gefa Haukastúlkur eftir á lokametrunum

Í dag lékur Haukastelpur á móti ÍBV í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Leikurinn byrjaði þannig að þegar 5 mörk voru komin á töfluna og staðan 2-3 fyrir ÍBV, voru öll mörk ÍBV úr vítum og annað mark Hauka. Lengst af leiddu ÍBV leikinn en á 24. mínútu jöfnuðu Haukastúlkur 10-10 en staðan í hálfleik var 11-13.  […]

Fyrsta jafntefli tímabilsins

Það var sannkallaður stórleikur í gær, fimmtudag, í Schenkerhöll okkar Haukamanna þegar meistaraflokkur karla í handbolta keppti við sveina Ólafs Stefánssonar í Val. Eftir að hafa tapað fyrri leik liðanna í Vodafonehöllinni voru Haukastrákarnir staðráðnir í að bæta upp fyrir það tap. Haukarnir byrjuðu betur og skoruðu fyrstu 3 mörk leiksins en þá vöknuðu Valsmenn […]

Haukar – ÍBV á laugardaginn kl. 13:30

Haukastúlkur fá ÍBV í heimsókn í Olísdeild kvenna á morgun, laugardag, kl. 13:30. Haukarnir hafa verið að standa sig ágætlega í síðustu leikjum og unnu sem dæmi mjög góðan sigur í Coca Cola bikarnum á móti Selfossi, þrátt fyrir að ein af aðalmanneskjum liðsins, Marija, hafi verið fjarri vegna meiðsla. Í síðasta leik, á móti […]

Þrír strákar úr Haukum í U-18 í handbolta

Valinn hefur verið 16 manna hópur sem tekur þátt á æfingamóti í Þýskalandi milli jóla og nýárs. þessi sami hópur tekur þátt í undankeppni fyrir EM sem verður haldið í Almhult í Suður-Svíþjóð 10.-12. janúar 2014. Haukastrákarnir sem valdir voru í þessi verkefni eru:Grétar Ari Guðjónsson,Þórarinn Traustason ogLeonharð Harðarson. Heimasíðan óskar strákunum innilega til hamingju […]

Baráttan heldur áfram í Domino’s deildinni

Ísfirðingar kíkja í heimsókn í Schenker höllina á morgun föstudag þegar Haukar og KFÍ mætast í sjöttu umferð Domino‘s deildar karla og hefst leikurinn kl. 17:30. Haukar sitja í 5. sæti deildarinnar með sex stig en KFÍ er án stiga á botninum. Liðin mættust í 32 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ á dögunum og höfðu Haukar […]

Stórleikur í Olísdeild karla í Schenkerhöllinni á morgun

Á morgun, fimmtudag kl. 20:00, hefst önnur umferð í Olísdeild karla og eiga Haukar heimaleik gegn Val. Liðin áttust við í Vodafonehöllinni í fyrsta leik mótsins þann 19. september og þá höfðu Valsmenn betur 27 – 22 eftir að staðan hafði verið 10 – 10 í hálfleik. Síðan þá hefur Haukum gengið aðeins betur en […]