Dýrt tap

Mánudaginn 22. maí síðastliðinn spilaði meistarflokkur kvenna hjá Haukum sinn fyrsta leik í 1. deild kvenna A – riðli sumarið 2006. Lið Hauka er lítið breytt frá síðasta tímabili en nokkrar að lykilmanneskjum síðasta á eru horfnar á braut og í þeirra stað eru komnir 3 nýjir útlendingar og ein sem spilaði með Haukum síðasta […]

Fjöltefli.

Skákdeild Hauka hefur tekið að sér fjöltefli í Áslandsskóla næstkomandi föstudag milli kl. 17-18. Er einhver tilbúinn að taka þetta að sér með Varða? Vinsamlegast hafið samband aui@simnet.is eða 821-1963 Aui

Sárt jafntefli

Laugardaginn 20. maí síðastliðinn lék meistaraflokkur karla hjá Haukum sinn annan leik 1. deild sumarið 2006, þessi leikur var gegn Fjölni á Fjölnisvelli. Vallarskilyrði voru ágæt en veðrið var heldur óhagstætt til knattspyrnuiðkunar en kalt var í veðri með vindi sem gerði það að verkum að liðin skiptust á milla að vera með vindinum þar […]

3 Haukamenn á Ólympíumótinu!

Það eru 3 Haukamenn sem að takak þátt í Ólympíumótinu í Tórínó. Þetta eru þeir Aloyzas Kveinys 2532 og Vidmantas Malisauskas 2503 sem að keppa fyrir Litháen. Síðan er Stellan Brynell liðstjóri hjá Svíunum. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis.

Skráning í Knattspyrnuskólann 2006 hafin

Nú er hafin skráning í Knattspyrnu og leikjaskóla Hauka og Landsbankans sem verður starfræktur á Ásvöllum í sumar. Skólinn er fyrir alla hressa krakka á aldrinum 5-12 ára. Fyrsta vikunámskeiðið hefst þann 12.júní og líkur síðasta námskeiðinu föstudaginn 11. ágúst. Hægt er að skrá sig hér á heimasíðunni undir „Knattspyrnuskólin“ í aðalvalmyndinni. Þar er einnig […]

Snorri úr Haukum.

Ég harma það að félagi okkar úr Haukum Snorri G. Bergsson hafi ákveðið að skipta úr félaginu og yfir í TR. Ég þakka Snorra fyrir samstarfið síðatliðin ár og óska og honum velfarnaðar í nýju félagi. Auðbergur Formaður

Stuld á almannafæri

Mánudaginn 15. maí síðastliðinn spilaði meistaraflokkur karla hjá Haukum sinn fyrsta leik í 1. deildinni sumarið 2006. Leikurinn var gegn Þrótti frá Reykjavík en þeir féllu úr Landsbankadeildinni síðastliðið sumar en síðan þá hafa verið miklar mannabreytingar á þeirra liði eins og hjá okkar mönnum í Haukum. Leikurinn var sá fyrsti sem háður var á […]

Æfingatímar í maí og júní

Komið þið sæl. Æfingataflan frá og með 18. maí er eftirfarandi: mánudagar kl: 16:30-17:30 miðvikudagar kl: 16:30-17:30 laugardagar kl: 11:00-12:00 Allar æfingarnar eru á grasi eða gervigrasi á Ásvöllum. Athugið breyttan æfingatíma. Laugardaginn 27. maí er æfingamót í Fífunni. Fimmtudaginn 1. júni er foreldrafundur kl: 20:30 á Ásvöllum Laugardaginn 10. júní er leikur við foreldra. […]

Lokahóf handknattleiksdeildar

Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka verður haldið að Ásvöllum, föstudaginn 19. maí n.k. Húsið opnar kl. 20:00 og hefst borðhald kl. 21:00. Takið með ykkur spil þar sem ræða formanns verður í lengra lagi. Verð aðeins kr. 1.000 Allir velkomnir Haukamenn fjölmennið og fagnið uppskeru vetrarins í góðra vina hópi

Magnús Sigmundsson

Í kvöld gekk Magnús G. Sigmundsson markvörður til liðs við Hauka. Magnús lék áður með Haukum í sex ár samfleytt og kemur nú til baka og bjóða Haukar Magnús innilega velkominn á Ásvelli. Við hlökkum til að sjá strákinn milli stanganna næsta vetur.