Risinn, æfingar hefjast.

Komið þið sæl, Næsta æfing verður í Risanum á mánudaginn kl: 17:00-18:00. Risinn er knattspyrnuhús FHinga við Kaplakrika. Þar er kalt inni en við erum laus við snjó og rok. Komið því vel klæddir og með húfu. Æfingataflan verður því þannig fram á vor. Mánudagar Risinn kl: 17:00-18:00 Miðvikudagar Asvellir kl: 16:00-17:00 Laugardagar Víðistaðarskóli kl: […]

Haukar-ÍBV mfl.kvenna

Stelpurnar okkar mættu mjög vel stemmdar til leiks og unnu frábæran sigur 36-28 er þær tóku á móti ÍBV Ásvöllum í dag. Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiksins og stelpurnar okkar voru mættar til að sigra, tilbúnar að gefa allt í leikinn. Þær skoruðu fyrstu fimm mörkin og höfðu algjöra yfirburði yfir gestina. […]

Handboltaveisla á Ásvöllum

Á dag verður sannkölluð handboltaveisla á Ásvöllum. Kl .14:00 hefst leikur Hauka og ÍBV í DHL deild kvenna og kl.16:15 hefst síðan seinni leikur Íslendinga og Frakka. Miðasala hefst kl.13:00 og er miðaverð kr. 1.000 fyrir fullorðna (15 ára og eldri) og 500 kr fyrir börn (7-14 ára) og gildir miðinn á báða leikina.

Skákþing Reykjavíkur

Jæja, okkar menn að gefa eftir. Varði tapaði fyrir Sævari, þar sem klukkan var hans versti óvinur, Stefán Freyr náði ekki að vinna betri stöðu gegn Hjörvari, sem varðist vel, Heimir tapaði fyrir Sigurjóni Haraldssyni, 2xSverrir fengu samtals 1 vinning, en betur gekk á neðri borðunum. Sjá www.skaknet.is eða www.skak.is Greinilega er úthaldið ekki í […]

Haukafótbolti!

Sælir félagar. Á morgun byrjar hjá okkur þolæfingar. 🙂 Íþróttahúsi Setbergsskóla kl. 16-17. Spilaður verður fótbolti. Látið vita í aui@simnet.is hvort þið komið á morgun. Haukamenn velkomnir.

5. umferð SÞR í kvöld

Haukamenn verða í sviðsljósinu í 5. umferð Skákþings Reykjavíkur, en taflið hefst kl. 19.00. Þorvarður Fannar Ólafsson er efstur ásamt Stefáni Kristjánssyni, og mætast þeir á 1. borði, Varði með hvítt. En einnig tefla Stefán Freyr, Heimir og Sverrir Þorgeirsson á efstu borðunum. Stefán fær Bergstein Einarsson, Heimir mætir Lárusi Knútssyni og Sverrir teflir við […]

Barnaæfing 17. jan

Í dag tefldu krakkanir innbyrðis, en auk þess var farið yfir skák frá viðureign Svanbergs og Jökuls Jóhannssonar frá því í 4. umf. Skákþings Reykjavíkur sem fram fór síðastliðinn sunnudag. Tefldar voru 4 umferðir í hraðskákmóti en krakkarnir fengu miserfiða andstæðinga. Þeir voru efstir á mótinu voru 1-2. Hans Adolf Linnet 4 v. Jóhann Hannesson […]

FH-HAUKAR 8-liða úrslit SS-bikars

Stelpurnar okkar unnu stórglæsilegan sigur á FH í 8-liða úrslitum SS bikarsins í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 21-36. Það tók Hauka nokkrar mínútur að komast í gang. FH skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og Haukaáhorfendur fengu smá skjálfta og höfðu áhyggjur að sama byrjun og á þriðjudaginn væri að endurtaka sig. En stelpurnar okkar voru […]