Flíspeysurnar fyrir 5 fl kvenna

Flíspeysurnar eru komnar. Stelpurnar fá peysurnar afhentar á æfingu á morgun fimmtudag . Peysurnar kosta kr.1520 og eru merktar með Haukamerki, en ef fólk vill merkja með nafni þá verður það að gera það sjálft. Það verður tekið út af bókum stelpnanna fyrir peysunum en aðrir sem eiga pantaðar peysur geta nálgast þær milli kl.16.30-17.30 […]

Haukar í 2. sæti í A-riðli

Nú er öllum leikjum í báðum riðlum 1. deildar kvenna lokið. Í riðli A er lið Fylkis efst með 28 stig. Stelpurnar okkar eru í öðru sæti með 26 stig og Fjölnir í þriðja sæti með 25 stig. Haukastelpurnar unnu átta leiki í sumar, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Undanúrslit 1. deildar kvenna […]

Reykjavík-Open

Reykjavík Open hefst á morgun miðvikudag og hvetjum við alla til að kíkja á leikina og sjá hvernig liðin koma undan sumri. Stelpurnar eru í riðli með FH, Val og Gróttu og fara allir kvennaleikirnir fram í Grafarvogi, nema úrslitaleikir á laugardag eru í Austurbergi. Hér má sjá leikjaplan hjá mfl.kvenna. Strákarnir eru í riðli […]

Ný æfingatafla

Ný æfingatafla verður sett inn á næstu dögum, þangað til er hægt að nálgast hana í excel formi hér. Æfingar byrja skv. töflu : á Ásvöllum 23. ágúst í Bjarkarhúsi 1. sept. í Strandgötu 3. sept

HK-mót og æfingar

Sæl öll. Það er komið svar um það að við fáum inn á HK-mótið næstu helgi. Ég þarf að fá svar ekki seinna en á fimmtudaginn hverjar mæta og hverjar mæta ekki!!!!! Við verðum með a-, b- og c-lið. Þar sem skólinn er að byrja munu æfingar breytast fram að uppskeruhátíð. Ég veit ekki hvenær […]

Haukamenn að standa sig á Skákþingi

Haukamenn áttu frábært mót á Skákþingi Íslands sem er nýlokið. Heimir Ásgeirsson og Snorri Bergsson tefldu í Landsliðsflokki og er ekki neinn hallað að segja að Heimir hafi verið maður mótsins. Heimir fékk 5,5 vinninga og lenti í 6. sæti, eða 50% þrátt fyrir að vera langstigalægsti maður mótsins. Til hamingju Heimir frábær árangur og […]

Æfingataflan

Því miður næst ekki að setja inn æfingatöfluna í dag en hún ætti að vera komin hér inn á morgun, mánudag. Fylgist með. Kveðja frá Unglingaráði

Æfingar yngri flokka

Kæru iðkendur Nú er sumarið að enda og handboltaiðkendur geta farið að hlakka til starfsins framundan. Við Haukamenn ætlum að hefja æfingar skv. æfingatöflu þriðjudaginn 23. ágúst næstkomandi. Það er verið að ljúka töflugerðinni og birtum við hana á heimasíðunni innan skamms. Munið að láta félagana vita, það er ekki víst að allir sjái þessa […]

Haukar – Víkingur Ó. í kvöld

Í kvöld klukkan 19.00 taka okkar menn á móti Víkingum frá Ólafsvík. Er það alveg morgunljóst að mikilvægt er að ná að landa sigri í kvöld og þar með að komast í 4 sæti deildarinnar. Þess vegna er geysilega mikilvægt að Hauka-menn og konur fjölmenni á völlinn til að styðja við bakið á drengjunum. Áfram […]