ÍR-Haukar

Næstkomandi Föstudag 29.april munn fara fram leikur ÍR vs. Hauka Kl:21.00. Eftir að haukastelpurnar okkar hafa staðið sig svo vel í deildarriðlinum á móti Víði/Hetti seinasta Sunnudag. Viljum við haukakonurnar kvetja alla stuðningsmenn og áhugamenn, forelda og stjórn að koma að horfa á, því ykkar stuðningur skiptir máli.

Skákæfing 26. apríl

Nafnarnir Sverrir Örn Björnsson og Sverrir Þorgeirsson urðu efstir og jafnir á æfingunni þetta þriðjudagskvöld. Jón Magnússon var einnig í baráttunni en varð að láta sér lynda 3ða sætið. Úrslit: 1-2. Sverrir Þorgeirsson 10,5 1-2. Sverrir Örn Björnsson 10,5 3. Jón Magnússon 10 4. Þorvarður Fannar Ólafsson 8,5 5. Páll Sigurðsson 7,5 6-7. Snorri Karlsson […]

ÍBV-Haukar úrslit kvenna – leikur 2

Það var kominn tími til – Hafði ekki gerst síðan á síðustu öld !!! Í kvöld brutu stelpurnar okkar ísinn og unnu ÍBV úti í Eyjum. Lokatölur 24-25 og frábær sigur. Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn vel, skoruðu fyrsta markið og tóku frumkvæðið strax í upphafi. Þær voru með góða stöðu eftir um 10 mín.leik 4-7. […]

Breyting á stjórn knattspyrnudeildar.

Á stjórnarfundi í gær tilkynnti Heimir Heimisson að vegna mikilla anna í vinnu sæi hann sér ekki fært að sitja í stjórn eftir næsta aðalfund deildarinnar. Það er mikill missir af Heimi úr stjórn deildarinnar, en við þökkum honum vel unnin störf á undanförnum árum. Heimir er samt ekki hættur að starfa fyrir deildina þar […]

Skráning á mót

Það er búið að prenta út skráningarnart sem ég sendi á alla með skjali íslandsmót 2005 og verða blöðin afhent á æfingu á morgun þriðjudag. Það væri gott ef hægt væri að skila þeim á leiknum við FH í Kaplakrika á laugardag 30 apríl. Það sem er verið að gera með þessu er að þá […]

6-0 sigur á Víði/Hetti

Sunnudaginn 24. apríl tóku Haukarnir á móti víði/Hetti í Deildarbikarnum.. Þetta var fyrsti leikur Hauka í Bikarnum og stóðu þær sig með príði… byrjunarlið Hauka var sem hér stendur… Elna ALLÝ ÓLÖF MARGRÉT SAGA PERLA SVETLANA LINDA DAGBJÖRT BJÖRG ÞÓRDÍS Leikurinn fór 6-0 Haukum í vil.. Mörk Haukana skoruðu þær: Allý 3, Saga, Björg og […]

Faxaflóamót og frábær árangur

Í dag sunnudag 26 apríl spila stelpurnar í 5 fl kvenna við Breiðablik á Ásvöllum. Þá er rétt að segja frá því að ein úr 5 fl var að standa sig frábærlega í dansíþróttinni. 23ja apríl, varð Kristín Ösp leikmaður 5.flokks kvenna Íslandsmeistari í Latin-dönsum ásamt dansherranum sínum. Einnig varð hún í öðru sæti í […]

2-2 jafntefli gegn Bolungarvík í Deildabikarkeppni

Í annað sinn á þremur dögum voru Haukar mættir í Fífuna til að leika í Deildabikarkeppninni – að þessu sinni síðasta leikinn í riðlinum sem reyndist vera nokkuð magurt og bragðdauft jafntefli gegn Bolungarvík 2-2 þar sem Andri Janusson og Úlfar Pálsson (sem lék í dag sinn fyrsta leik fyrir Meistaraflokk) gerðu sitt hvort markið. […]

Haukar-Víðir/Höttur

Sunnudaginn 24. apríl munu Haukar taka á móti liði Víðis/Hattar. Leikurinn fer fram á gerfigrasinu á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 14:00…. Allir leikmenn Hauka skulu vera mættir í síðasta lagi kl 13:00!!! Ég hvet alla til að mæta á völlinn á morgun þar sem þetta er fyrsti leikur Haukastúlknanna í Deildarbikarnum… ÁFRAM HAUKAR!!!

Haukar-ÍBV úrslit kvenna

Hann var glæsilegur sigurinn hjá stelpunum okkar á Ásvöllum í dag er þær unnu ÍBV 22-19 í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu. ÍBV skoraði fyrsta markið og var það eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Það tók stelpurnar okkar um þrjár mínútur að jafna 1-1 og smá saman juku þær svo forystuna og eftir […]