Skákæfing 13/4 2004

Það var þokkaleg mæting í gær, þótt að það vantaði nokkra fastamenn. Úrslit urðu þessi: 1. Stefán Arnalds 19,5v 2. Jón Magnússon 18,5v 3. Þorvarður Fannar Ólafsson 18v 4. Stefán Pétursson 16,5v 5. Auðbergur Magnússon 13v 6. Ingi Tandri Traustason 11v 7. Snorri Karlsson 10v, 8. Sveinn Arnarsson 9,5 9-10. Davíð Bragson 6v 9-10. Gísli […]

Haukar-ÍBV 8-liða úrslit

Strákarnir okkar sigruðu ÍBV í miklum markaleik á Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var staðan 21-19 og endaði leikurinn 41-39, já 80 mörk takk fyrir. Það fór lítið fyrir vörn hjá okkar mönnum og nokkuð ljóst að í þeirra páskaeggjum var ekki málshátturinn “Gott er að spila vörn í handbolta”. ÍBV skoraði fyrsta markið en […]

Skákþingi Íslands lokið.

Ekki var árangur okkar Haukamanna góður í síðustu umferðinni sem fram fór í gær. Að vísu fengum við allir það hlutskipti að hafa svart, en stefndum þó að því að fá fleiri en einn vinning í skákunum fimm. Heimir mætti Guðmundi Kjartanssyni á 1.borði. Það er ljóst að Guðmundur hefur undirbúið sig vel fyrir skákina. […]

Úrslitakeppni mfl.karla

Úrslitakeppnin hjá strákunum hefst á morgun, þriðjudag. Strákarnir okkar eiga sinn fyrsta leik í 8-liða úrslitum við lið ÍBV og hefst leikurinn kl. 19:15 á Ásvöllum. Við vonum að allir hafi átt góða páskahelgi og séu tilbúnir í slaginn. Strákarnir okkar, nýkrýndir Deildarmeistarar, mæta örugglega tilbúnir til leiks og ætla sér ekkert annað en sigur. […]

Skákþing Íslands (5.hluti).

Heimir heldur áfram sigurgöngu sinni á skákþingi Íslands og er nú orðinn einn efstur þegar einni umferð er ólokið. Heimir lagði Jóhann Helga með hvítu í slavneskri vörn í gær. Að mati Heimis gerði Jóhann Helgi þau mistök að skipta upp á góðum svartreitabiskup sínum fyrir riddara á c3. Í hönd fór mikil stöðubarátta sem […]

Skákþing Íslands (4.hluti).

Þá eru 7 umferðir búnar á skákþingi Íslands og er Heimir á blússandi siglingu! Sigur hans á undirrituðum hefur eflaust gefið honum aukið sjálfstraust :o) og nú var Jói Ragg tekinn í kennslustund í Nimzo-indverjanum! Heimir hafði svart og fékk álíka stöðuyfirburði og Fischer fékk gegn Spassky í 5.skák einvígisins 1972. Það væri gaman ef […]

Skákþing Íslands (3.hluti).

Í gær fór fram 6.umferð á skákþingi Íslands. Sveinn Arnarsson, sem hefur staðið sig eins og hetja í mótinu, mætti nú ofjarli sínum Ingvari Jóhannessyni. Tefld var slavnesk vörn og fékk Svenni að mér fannst erfiða stöðu út úr byrjunninni þar sem Ingvar náði að stinga upp í hvítreitabiskup svarts, sem stóð á g6, með […]

Skákþing Íslands (2.hluti).

Jæja, þá eru fimm umferðir búnar á skákþingi Íslands. Fyrst ber að nefna frábæran árangur Sveins Arnarssonar, sem hefur hlotið fjóra vinninga nú þegar og er nú á eftir að fara að tefla á 1.borði gegn Ingvari Jóhannessyni ! Svenni hefur á leið sinni lagt tvo mun stigahærri kappa, þá Þóri Benediktson (1760) og Guðna […]

Skákþing Íslands.

Fimm vaskir skákmenn úr skákdeild Hauka taka nú þátt í áskorendaflokknum á Skákþingi Íslands sem nú stendur yfir. Þetta eru þeir Þorvarður Fannar Ólafsson, Heimir Ásgeirsson, Sveinn Arnarsson, Ingi Tandri Traustason og Snorri Karlsson. Nú eru tveim umferðum lokið á mótinu og hefur Þorvarður Fannar Ólafsson fullt hús stiga. Hann vann Snorra H. kristjánsson í […]

Haukar Deildarmeistarar

Strákarnir unnu KA-menn í miklum baráttuleik og uppskáru Deildarmeistaratitil því Valsmenn náðu einungis jafntefli við HK. Halldór var markahæstur með 11 mörk og Pauzuolis kom síðan með 7. Vörnin var ótrúlega góð á köflum og má segja að hún hafi skapað þennan sigur þrátt fyrir smá hikst öðru hvoru.