Haukar deildarmeistarar

Haukastelpur unnu Keflavík í kvöld 82-67 í A-riðli í Iceland Express-deild kvenna. Með sigrinum tryggðu stelpurnar sér deildarmeistaratitilinn þannig að þær verða með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina.

Sigur Hauka var mjög sannfærandi og leiddu þær með yfir 30 stigum á tímabili.

Stigahæst hjá Haukum var 31 stig og átti frábæran leik og fékk 46 stig í framlag. Næst henni í stigaskorun var Guðbjörg Sverrisdóttir með 14 stig.

Næsti leikur Hauka er gegn KR miðvikudaginn 18. febrúar.

Umfjöllun og myndir úr leiknum er á Karfan.is

Haukar Deildarmeistarar

Strákarnir unnu KA-menn í miklum baráttuleik og uppskáru Deildarmeistaratitil því Valsmenn náðu einungis jafntefli við HK. Halldór var markahæstur með 11 mörk og Pauzuolis kom síðan með 7. Vörnin var ótrúlega góð á köflum og má segja að hún hafi skapað þennan sigur þrátt fyrir smá hikst öðru hvoru.

Haukar Deildarmeistarar

Leikurinn í dag gegn ÍR var sá síðasti í deildinni og með sigrinum tryggðum við okkur efsta sætið og þar með deildarmeistaratitilinn. Okkur nægði jafntefli en strákarnir voru ekkert á því að vera með eitthvað hálfkák frekar en fyrri daginn og kláruðu leikinn í miklum baráttuleik. Við vorum með yfirhöndina lengst af þó svo að Breiðhyltingar kæmust yfir sitthvoru megin við hléð í smástund, þá gáfu okkar menn bara í og náðu aftur tökum á leiknum. Mestur varð munurinn 5 mörk 24-19.
Staðan í hálfleik var 13-13 og endaði leikurinn með tveggja marka sigri okkar manna 28-26.
Bjarni kom góður inn í lok fyrri hálfleiks og hélt áfram í þeim seinni. Robertas(7) og Ásgeir (6) voru atkvæðamestir í sókninni í mjög jöfnu liði Hauka. Fyrirliðinn kom næstur með 5 mörk og átti góðan leik í vörn sem sókn og fór fyrir okkar mönnum. Vörnin var mjög góð og með þessu áframhaldi er aldrei að vita hvað gerist.

Ánægjulegt var einnig að sjá hversu vel var mætt af Haukamönnum á völlinn og greinilegt að spennan er að magnast. Samt sem áður er nóg pláss hjá okkur og allir alltaf velkomnir. Næsti leikur er fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni gegn Fram. Þeir kjöldrógu sem kunnugt er Valsara um daginn og því mæta allir á Ásvelli þriðjudaginn 8. apríl.

og að lokum:
TIL HAMINGJU Haukamenn nær og fjær.