Yngri flokkar í undanúrslitum

HaukarÞó svo að meistaraflokkar félagsins séu komnir í sumarfrí þýðir það ekki að handboltinn sé það líka því 2 af yngri flokkum félagsins eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins það eru 4. flokkur karla B-lið og unglingaflokkur kvenna. 

Unglingaflokkur kvenna er kominn í undanúrslit eftir að hafa lagt Selfoss af velli nokkuð örugglega 28 – 20. Undanúrslitaleikurinn verður háður laugardaginn 28. apríl kl. 12:00 ATHUGIÐ BREYTTUR TÍMI í Schenkerhöll okkar Haukamanna og þar spila Haukar gegn liði Fram. Við hvetjum sem flesta til þess að mæta því Haukastelpurnar hafa titil að verja en Haukar eru handhafa allra titla í þessum aldursflokki.

4. flokkur karla B-lið lagði einnig Selfoss í undanúrslitum en Haukar unnu 22 – 18. Strákarnir leika við Gróttu í undanúrslitum en lekurinn verður sunnudaginn 29. apríl kl. 19:00 út á Seltjarnarnesi. 

Það er því um að gera að skella sér á þessa hörkuleik áður en handboltinn fer í sumar frí og hvetja stjörnur framtíðarinnar hjá Haukum til sigurs. Áfram Haukar!!!