Upplýsingar um Bónusmót Þróttar

Við munum keppa sunnudaginn 4. júní á mótinu. Skipting í lið verður sett inn á netið mjög fljótlega.

6.fl. karla c og d lið keppa fyrir hádegi

6.fl.ka a og b lið keppa eftir hádegi

Þátttakendur í 6.fl. kk. eru:

Breiðablik, Haukar, ÍBV, Selfoss, Valur, Þróttur Vogum og Þróttur R.

Leiknir verða 5 – 6 leikir á lið og mun nánara leikjafyrirkomulag liggja fyrir á heimasíðu Þróttar á fimmtudag ásamt ýtarlegri dagskrá.

Þátttökugjald er 1.200 kr. á þátttakenda. Mikilvægt er að greiða það fyrir keppnina til hennar Grétu í foreldrafélaginu, því ÁÐUR en keppni hefst verða afhent ARMBÖND sem eru aðgöngumiði að Pizzum og ávaxtasafa í pizza hléi sem verður ca. um miðbik keppninnar í hverjum flokki.

Allir þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru beðnir um að gæta sérstakrar varúðar í tengslum við vinnusvæðið á mótsstað. Verið er að byggja fimleika og bardagahús Ármenninga með sameiginlegri tengibyggingu Þróttar og Ármanns. Það er búið að girða vinnusvæðið af með öryggisgirðingum sem eru samþykkt af Vinnueftirliti Ríkisins, en verum öll vakandi fyrir þessu, þessi knáu krakkar eru fljót að smokra sér inn á slík svæði auk þess eru stórar vinnuvélar á ferðinni á bílastæðum. Haft hefur verið samband við verktaka og þess óskað að dregið verði úr umferð þungavinnutækja til og frá svæðinu þessa daga, eins og kostur er.

Áfram Haukar!