Unglingaflokkur karla og 10 flokkur drengja í Höllina.

haukar-bikarmeistarar-9fl-2015Í dag spiluðu unglingaflokkur karla og 10 flokkur drengja í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ. Unglingaflokkur spilaði heima við Tindastól og 10. flokkur spilaði í Seljaskóla við ÍR.

 

unglingaflokkurLeikur unglingaflokks var hörku leikur eins og búist hafði verið við. Haukarnir höfðu yfirhöndina allan leikinn en Tindastóll barðist vel allan leikinn. Í hálfleik leiddu Haukar með 11 stigum og náðu mest 20 stiga forystu í 3ja leikhluta. Tindastólsmenn gáfust ekki upp og byrjuðu að pressa allan völlinn og náðu með mikillri baráttu að hleypa spennu í leikinn en er um 5 min. voru eftir af leiknum var forysta Hauka komin niður í 4 stig. Haukar héldu haus og náðu að sigra með 8 stigum og eru komnir í úrslitaleik sem verður háður í Höllinni helgina 12-14 febrúar.

10 flokkur keppti við hávaxið lið ÍR í Seljaskóla og voru í miklu basli í fyrri hálfleik. IR spilaði mjög vel og voru Haukarnir hræddir við að sækja að krafti á hávaxna vörn heimamanna og náðu ÍR mest 10 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta náðu Haukarnir smátt og smátt að minnka forskotið og var staðan jöfn í hálfleik. Í þriðja leikhluta fóru Haukarnir á kostum og voru fljótir að ná 20 stiga forystu og fóru mest uppí 28 stiga forystu og kláruðu leikinn. Fjórði leikhluti var frekar rólegur en úrslit leiksins orðin ráðin og Haukarnir lönduðu öruggum 22 stiga sigri.

Báðir þessar flokkar urðu bikarmeistarar í fyrr og hafa því titil að verja.

Í vikunni munu svo tveir aðrir flokkar spila í undanúrslitum, 10 flokkur stúlkna spilar við KR á þriðjudagskvöldi inní DHL höll og stúlknaflokkur á heimaleik á móti Keflavík og verður hann spilaður annað hvort á fimmtudag eða föstudag.