Tveir stórleikir í dag

Við viljum minna enn og aftur á meistaraflokks leikinn í dag, Haukar – Afturelding á Ásvöllum kl. 14.15 . Strax að leik loknum munum við Haukafólk svo taka við Íslandsmeistaratitlinum og fagna eins og sönnum Haukamönnum sæmir. Það er FRÍTT á leikinn, fyrir ALLA.

Svo seinna í dag, klukkan 18:00 er um að gera að fjölmenna í Austurbergið, en þá eigast við Hafnarfjarðarliðin, Haukar og FH í undanúrslitum Íslandsmótsins í unglingaflokki karla, um er að ræða stórleik. Bæði lið sigruðu nokkuð örugglega í 8 – liða úrslitum. Hauka strákarnir lentu í 2.sæti í deildinni en FH strákarnir sem urðu bikarmeistarar í síðasta mánuði, voru fjórum stigum á eftir okkar strákum og því í 3.sæti í deildinni. Í hinum undanúrslitaleiknum sem fram fer klukkan 16:00 eigast við Selfoss og Stjarnan, en Selfoss urðu deildarmeistarar og töpuðu einungis einum leik í deildinni.

ALLIR Á VÖLLINN Í DAG OG STYÐJUM HAUKA TIL SIGURS.
    – ÁFRAM HAUKAR

    – Arnar Daði Arnarsson skrifar.