Tveir sigrar í röð á heimavelli

Haukar fengu Val í heimsókn í kvöld í 11. umferð Dominosdeildar kvenna þar sem þær sigruðu örugglega 73-56 og hefndu þar með fyrir súrt tap gegn þeim fyrr í vetur. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Haukar tóku svo völdin og leiddu allan seinni hálfleikinn.

Vörnin var góð hjá stelpunum og kom tvisvar sinnum meira en fimm mínútna kafli hjá Val þar sem þeim gekk mjög illa gekk að skora. Einnig stigu þær mjög vel út í kvöld, eitthvað sem hefur verið vandamál það sem af er vetri, og yfir-fráköstuðu þær 49-29. Spekingar segja að það lið sem frákastar betur vinni yfirleitt leikinn. Þegar lið frákastar svona mikið betur vinnst hann án vafa.

Þegar sigurinn var vís fengu Sólrún Inga og Þóra Kristín rétt undir mínútu til að láta ljós sitt skína. Það gerðu þær svo sannarlega. Sólrún Inga refsaði Val þegar þær gáfu henni svæði og tíma til að hlaða í þrist sem hún gerði með þökkum, Þóra Kristín átti stoðsendinguna. Valur misnotaði svo seinstu sókn sína og Þóra Kristín tók varnarfrákastið brunaði fram og reyndi sjálf þriggjastigaskot. Það geigaði en Sólrún Inga tók sóknarfrákastið og skoraði seinustu stig leiksins, 5 stig og 100% nýting á undir mínútu, ekki amalegt framlag það.

Nánari umfjöllun um leikinn á karfan.is