Tap og sigur í kvöld

Stelpurnar okkar töpuðu í kvöld gegn Val í Vodafone höllinni og strákarnir okkar sigruðu HK á heimavelli.

Stelpurnar okkar byrjuðu kvöldið á því að leika við Val. Leikurinn var jafn á öllum tölum og endaði svo með eins marks sigri Valsstelpna, 26-25, en staðan í hálfleik var jöfn 13-13. Markahæst í okkar liði var Nína Björnsdóttir með 6 mörk og Hind og Harpa skoruðu 5 mörk hvor. Markahæst í liði Vals voru Eva Barna og Dagný Skúladóttir með 6 mörk hvor. Eftir leikinn eru stelpurnar áfram í 5. sæti með 6 stig, en eru nú 7 stigum á eftir Stjörnunni.

Eftir kvennaleikinn léku svo strákarnir gegn HK á heimavelli. Strákarnir okkar byrjuðu af miklum krafi og komust strax í góða forystu, 9-4 og 11-6. Í hálfleik var staðan 16-14 okkar mönnum í vil. Okkar menn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir skoruðu fyrstu fimm mörkin í hálfleiknum og komust í 21-14. Gestirnir náðu svo aðeins að minnka muninn en ekki nógu mikið og endaði leikurinn með heimasigri, 26-23. Eftir leikinn eru okkar menn komnir í efsta sætið ásamt Stjörnumönnum með 11 stig.

Markahæstur í liði okkar manna var Freyr Brynjarsson en hann skoraði 10 mörk. Arnar Jón skoraði 5 og Beggi skoraði 4. Hjá HK var Tomas Eitutis markahæstur með 6 mörk og Ragnar Hjaltested og Augustas Strazdas skoruðu 5 mörk hvor.