Tap hjá körfuboltastúlkum

HaukarHaukastúlkur léku í gærkvöld við Snæfell í Stykkishólmi í Iceland Expressdeild kvenna í körfubolta. Fyrir leikinn höfðu Haukar tveggja stiga forskot á Snæfell í deildinni þar sem Haukar sátu í 3. sæti en Snæfell í því fimmta. KR-stúlkur voru jafnar Haukum að stigum í fjórða sæti deildarinnar fyrir umferðina.

Skemmst er frá því að heimamenn í Snæfelli unnu sigur í mjög jöfnum og spennandi leik 77-75 og jöfnuðu því okkar stelpur að stigum í deildinni, KR-ingar töpuðu einnig sínum leik þannig að Haukar, KR og Snæfell eru nú öll jöfn að stigum í 3.-5. sæti deildarinnar. 

Á karfan.is er greint frá eftirfaranda atviki úr leiknum í gærkvöldi: ,,Jence Ann Rhoads (Haukum) fékk skot á lokasekúndu leiksins þar sem hún gat jafnað en það geigaði. Haukar voru afar ósáttir við þessa síðustu sókn og töldu brotið á Rhoads en ekkert var dæmt og Snæfell fagnaði sigri.“