Tap fyrir ÍR

Það var fínt fótboltaveður á Ásvöllum þegar Haukar og ÍR áttust við í 7. umferð 1. deildar karla í dag. 

Haukar byrjuðu á því að vera meira með boltann á þess þó að skapa sér einhver færi en það voru ÍR – ingar sem áttu fyrsta færi leiksins þegar þeir áttu hornspyrnu og eftir klafs í teigum náði Karl Brynjar Björnsson til boltans og átti hörku skot sem Amir Mehica varði vel. Fyrst alvöru færi Hauka í leiknum leit dagsins ljós á 20. mínútu þegar Jónmundur Grétarsson átti góða sendingu innfyrir á Hilmar Geir Eiðsson sem komst einn innfyrir á móti Þorsteini V. Einarssyni markmanni ÍR sem varði vel frá honum.

Það dróg svo til tíðinda á 32. mínútu þegar Guðfinnur Þórir Ómarsson fékk boltann og gaf hann innfyrir í fyrsta á Árna Frey Guðnason sem afgreiddi boltann vel fram hjá Amir í marki Hauka og kom ÍR í 1 – 0. Eftir markið stóttu ÍR-ingar enn frekar og bar það árangur á 43. mínútu en þá fékk Guðfinnur aftur boltann nú við vítateiglínuna og aftur gaf hann boltann á Árna Frey sem skaut í fyrsta að marki Hauka og í netið og þar af leiðandi voru ÍR-ingar komnir í 2 – 0.

Haukar þurftu að gera breytingu á liði sínu í hálfleik þegar fyrirliðinn Þórhallur Dan Jóhansson þurfti að fara að velli vegna meiðsla. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði eða með því að ÍR – ingar sóttu og sóttu og eftir um 10 mínútna leik þá slappa Guðfinnur Þórir einn innfyrir en Amir í marki Hauka náði að verja vel. Mínútu seinna koms svo Árni Freyr líka einn innfyrir en var þó með manni í bakinu sem náði að trufla hann og skotið var því ekki gott og náði Amir að veja það.

Eftir þessi færi sóttu Haukar í sig veðrið og átti Pétur Ásbjörn Sæmundsson gott skot af um 30 metra færi sem Þorsteinn í marki ÍR varði vel, stuttu síðar átti Hilmar Geir skot rétt fyrir utan vítateig sem hafnaði í markslánni. Á 68. mínútu gerðist mjög umdeildt atvik þegar Árni Freyr slapp einn innfyrir vörn Hauka og kom Amir útfyrir vítateig og braut á honum þannig að Árni féll en náði svo að standa upp og gefa inní en þá var Amir kominn lokaði markiu þannig að Eyþór Guðnason skallaið framhjá en þarna vildu margir meina að Amri ætti að fá rautt spjald.

Þegar þetta gerðist var leikurinn mjög og skiptust liðin á að sækja en marktilraunir ÍR – inga voru helst þær þegar þeir sluppu einir innfyrir hæga vörn Hauka og úr einni slíkri slapp Guðfinnur Þórir einn innfyrir og lék á Amir sem kominn var út úr markinu og lagði boltan svo í autt markið og ÍR þar með komið í 3 – 0 eftir 75 mínútur.

Eftir þriðja mark Hauka gerðu Haukar tvöfalda skiptingu á liði sínu þegar Enok Eiðsson og Gunnar Richter komu inn á og sú skipting var ekki legi að skila sér þegar Ásgeir Þór Ingólfsson átti fyrirgjöf á Enok sem tók boltann niður og skaut svo í netið og staðan orðin 3 – 1 og um 10. mínútur eftir. Stuttu síðar fékk Karl Brynjar Björnsson sitt annað gula spjald og ÍR þar með einum manni færri þar sem eftir lifði leiks. Á 90. mínútu náði Gunnar Richter að skora fyrir Hauka efir fyrirgjöf frá Hilmari Geir en markið var dæmt af vegna rangstæðu og þar við sat 3 – 1 sigur ÍR á Asvöllum staðreynd og fyrsta tap Hauka á heimavelli einnig staðreynd.

Á heildina litið var þetta sanngjarn sigur og í rauninni voru ÍR-ingar klaufar að skora ekki fleiri mörk þar sem Haukar voru arfaslakir fram á við framan af leik og ennþá slakari í vörninni því ÍR var alltaf að sleppa einir innfyrir vörnina. Það kom þó aðeins líf í Hauka eftir breytingarnar eftir þriðja mark ÍR en það var bara allt of seint og ljóst er að Haukar þurfa eitthvað að laga vörnina ef ekki á illa að fara í sumar en ÍR getur verið ánægðir með sigur enda var hann verskuldaður voru þeir í rauninni betri en Haukar í leiknum. Það verður þó að hrósa þeim Gunnari Richter og Enoki Eiðssyni sem voru að spila sína fyrstu leik fyrir meistarflokk og gerðu það mjög vel og náði Enok meira að segja að skora í sínum fyrsta leik.

Byrjunarlið Hauka í leiknum: Amir Mehica var í markinu, í vörninni voru Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Sindri Örn Steinarsson, Goran Lukic og Þórhallur Dan Jóhannsson fyrirliði. Á miðjunni voru Hilmar Trausti Arnarsson, Garðar Ingvar Geirsson og Stefán Daníel Jónsson, á köntunum voru Ásgeir Þór Ingólfsson og Hilmar Geir Eiðsson og frammi var Jónmundur Grétarsson. Inn á komu Pétur Örn Gíslason, Enok Eiðsson og Gunnar Richter.

Mynd: Enok skoraði í sínum fyrsta leik.