Tap í Grafarvoginum í kvöld.

Elísabet Ester Sævarsdóttir.Haukastúlkur léku í kvöld sinn fimmta leik í 1. deildinni þegar þær spiluðu við Fjölni í Grafarvogi.  Fyrir leikinn í kvöld voru liðin jöfn að stigum í 2. og 3. sæti með 9 stig eftir 4 leiki.  Breyting varð þar á þar sem Fjölnir vann 2-0 sigur á Haukum. 

Það er óhætt að segja að heimastúlkur í Fjölni hafi komið mun grimmari og ákveðnari til leiks því eftir rúmar 20 mínútur hafði Fjölnir skorað 2 mörk. Þrátt fyrir nokkur góð færi tókst okkar stúlkum í Haukum ekki að minnka muninn.   

Næsti leikur Hauka er við ÍR á Ásvöllum þann 5. júlí nk. kl. 20:00 og þá gefst okkar stúlkum tækifæri á að sýna sitt rétta andlit!

 Áfram Haukar!