Tap á heimavelli

Meistaraflokkur kvenna í Haukum töpuðu 0-2 í mjög jöfnum leik á móti Þór/KA/KS í gær, 27. ágúst.

Leikurinn byrjaði mjög kröftulega. Strax á 5 mínútu var einn leikmaður Hauka, Svava Björnsdóttir, borin út af eftir að hafa lent í samstuði við varnarmann Þór/KS/KS og fékk við það mjög slæmt högg á hné.

Haukastúlkur voru í sókn mest allan leikinn en tókst því miður ekki að koma boltanum í markið, áttu meðalannars 3 skot í slánna með stuttu millibili.

Um miðjan fyrri hálfleik fengu Þór/KA/KS-stúlkur aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Hauka og skoruðu með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnunni, óverjandi skot í markvinkilinn.

Staðan í hálfleik var 0-1.

Seinna mark Þór/KA/KS var skallamark sem kom í seinnihluta síðari hálfleiks úr hornspyrnu.

Þrátt fyrir tapið voru Haukastúlkur nokkuð sáttar með leikinn því þær vita að þær eiga meira inni en þær sýndu í leiknum í gær og geta auðveldlega sigrað næsta leik liðanna sem verður þriðjudaginn 30. ágúst á Akureyrarvelli kl. 17:30.

Að lokum viljum við allar í meistaraflokki kvenna þakka öllum þeim sem komu á leikinn. Það var rífandi stemning hjá áhorfendum með allar sínar trommur,hristur og fl. Mjög gaman að heyra svona mikið í áhorfendum!

Einnig viljum við óska Svövu góðs bata og vonum að aðgerðin á hnénu hafi heppnast vel svo að hún geti komið að spila með okkur sem fyrst.

Áfam Haukar! :o)