Tólf nýir Íslandsmeistarar í mfl.ka

Í dag er “þriðji í Dollu” og Haukamenn að sjálfsögðu ennþá með bros út að eyrum. Þar sem margir tala um lið Hauka sem gífurlega reynslumikið lið er gaman að geta þess að tólf strákar voru að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki. Af þessum tólf voru sjö í liðinu á þriðjudaginn: Aron, Birkir Ívar, Pétur, Robertas, Þorkell, Þórir og Palli aðstoðarþjálfari. Svo er það Jason og síðan “kjúklingarnir” þeir Gísli Jón, Matthías, Vigfús og Þórður.
Þetta er bara byrjunin hjá strákunum og nokkuð ljóst að þessi fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra er sá fyrsti af mörgum í framtíðinni.