Tíundi flokkur Íslandsmeistari – lögðu Njarðvík í spennuleik

Íslandsmeistarar Hauka í 10. flokki drengja 2012

Haukar eru Íslandsmeistarar í 10. flokki drengja í körfubolta en strákarnir unnu Njarðvík í dag í alvöru úrslitaleik. Lokatölur leiksins voru 49-47 okkar drengjum í vil. Mikil og góð stemning var á leiknum en fólk fjölmennti á leikinn hvort sem það voru Hafnfirðingar eða Njarðvíkingar.

Leikurinn var í járnum allan tímann þar sem varnir liðanna voru í aðalhlutverki. Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar á löngum köflum en í lokin voru það stáltaugar og góður varnarleikur sem kláraði leikinn.

Maður leiksins var Kristján Sverrison en hann var stigahæstur allra á vellinum með 19 stig, 7 fráköst og 6 stolna bolta.

Þessi árgangur hefur verið mjög sigursæll hjá Haukum en þetta er sjötta árið sem þeir eru á Íslandsmóti og fjórði Íslandsmeistaratitillinn þeirra. Þeir hafa farið í báða úrslitaleikina í bikarnum í þessum flokki og unnu hann í vetur og þá einmitt í úrslitaleik gegn Njarðvík.

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Tölfræði leiksins

Til hamingju strákar.

Áfram Haukar!