Tímabilið búið hjá Haukum

Haukar töpuðu á þriðjudagskvöld fyrir Fjölni í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum 1. deildar karla. Það verða því Fjölnismenn sem mæta Val í úrslitum um laust sæti í Iceland Express-deildinni að ári.

Haukar leika því enn eitt árið í 1. deild en stefnan fyrir tímabilið var að fara upp um deild.

Leikurinn á þriðjudag var hin mesta skemmtun og mikil spenna allan tímann. Haukar fengu nokkur góð tækifæri á lokasprettinum til að komst yfir eða jafna en þau geiguðu öll og gestirnir úr Grafarvogi fóru með sigur af hólmi.

Þar með er tímabilinu lokið hjá strákunum en þeir enduðu í 3. sæti 1. deildar ásamt því að komast í 8-liða úrslit Subwaybikarins. Haukar eru eitt af fáum 1.deildarliðum sem hefur lagt úrvalsdeildarlið að velli í bikarleik og því ljóst að Haukar geta spilað meðal þeirra bestu.

Nú hefst undirbúningur fyrir næsta tímabil.

ÁFRAM HAUKAR!!!!!!