Sverrir stendur sig best Íslendinga

Þegar þetta er skrifað er lokið 10 umferðum af 11 á Heimsmeistaramóti Ungmenna en síðasta umferðin verður tefld í dag.

Sverrir hefur nú 50% vinningshlutfall eða 5 vinninga af 10 mögulegum. Hins vegar narta íslensku krakkarnir flest í hælana á honum því amk. 5 krakkar hafa 4,5 vinning.

Gegngi Sverris frá 6 umf.
7. [3] THORGEIRSSON Sverrir 1947 1-0 MUHEIM Sebastian 2064 [3]
8. [4] AZEMATI Amir 2078 1-0 THORGEIRSSON Sverrir 1947 [4]
9. [4] LUDWIG Remi 2092 1-0 THORGEIRSSON Sverrir 1947 [4]
10. [4] THORGEIRSSON Sverrir 1947 1-0 QU Yanqiao 1599 [4]

Sverrir hefur haldið sig við það að vinna að meðaltali aðra hverja skák og vann td. mjög góðan sigur í 7 umf. Kínverijinn í 10. umf. var óskrifað blað enda ekki skráður með stig, en hafði þó markað öfluga andstæðinga þannig að sigurinn var góður.

Í 11. og síðustu umferð fær hann mjög erfiðan andstæðing eða Argentínumanninn ALZA Agustin sem hefur heil 2167 skákstig.

Bréfritari og Skákdeild Hauka óska Sverri velfarnaðar (7-9-13) í lokaskákinni í mótinu.