Sverrir Þorgeirsson að standa sig

Í 11. og síðustu umferð á Heimsmeistaramóti Barna og unglina tefldi Sverrir við mjög erfiðan andstæðing eða Argentínumanninn ALZA Agustin sem hefur heil 2167 skákstig.

Skákin endaði með jafntefli og endaði Sverrir því með 5,5 vinning sem er töluverð bæting frá í fyrra og auk þess besti árangur Íslands en reyndar náðu þeir Dagur Arngrímsson í U18 ára flokki og Norðurlandameistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson U12 sama árangri með sigrum í síðustu umferð.