Svanberg og Jón Hákon meistarar

Alls tóku 12 keppendur þátt í skólaskákmóti Hafnarfjarðar sem var haldið síðastliðinn þriðjudag.

Skólaskákmeistar Hafnarfjarðar eru þeir Jón Hákon Richter í yngri flokki og Svanberg Már Pálsson í eldri flokki.

Úrslit í yngri flokk voru eftirfarandi.
Röð Nafn Skóli Vinn. Stig.
1 Jón Hákon Richter, Öldutúnsskóli 7 23.0
2 Hans Adolf Linnet, Setbergsskóli 6 24.0
3 Þorsteinn Hálfdanarson, Engidalsskóli 5 22.0
4-6 Gabríel Orri Duret, Hvaleyrarskóli 4 25.0
Magni Marelsson, Hvaleyrarskóli 4 22.0
Jóhann Hannesson, Öldutúnsskóli 4 21.0
7 Þorsteinn Friðfinnsson, Lækjarskóli 3 19.0
8-9 Óðinn Björgvinsson, Lækjarskóli 1 24.0
Sindri Austmann, Víðistaðaskóli 1 23.0
10 Brynjar Steinn Stefánsson, Hraunvallaskóla 0 23.0

Jón Hákon er því skólaskákmeistari Hafnarfjarðar í yngri flokki og var vel að því kominn enda vann hann með fullu húsi.

Svanberg Már Pálsson í Hvaleyrarskóla vann einvígi um sigur í eldri flokki gegn Sigurði Ými Richter Öldutúnsskóla

Þeir Jón Hákon, Hans Adolf, Þorsteinn og Gabríel ásamt þeim Svanberg og Sigurði fara áfram á Kjördæmismót Reykjaness sem haldið verður Sunnudaginn 6. maí. kl 16. í Garðabergi, Garðatorgi 7