Strákarnir töpuðu fyrsta leiknum

Í gær fór fram fyrsti leikur strákanna okkar í DHL deild karla. Strákarnir heimsóttu ÍR-inga í Austurberg.
Leikurinn byrjaði frekar jafn en ÍR-ingar voru alltaf skrefinu á undan okkar strákum. Um miðjan fyrri hálfleik náðu góðri forystu og staðan í hálfleik var 18-12 ÍR-ingum í vil.
Í síðari hálfleik var sama upp á teningnum og í lok fyrri hálfleiks. ÍR strákarnir virtust hafa miklu meiri áhuga á að vinna leikinn og náðu mest 9 marka forystu. Lokatölur voru 36-30 ÍR-ingum í vil.
Strákarnir héldu til Ítalíu í morgun en á laugardag leika þeir við lið Conversano. Það er alveg á hreinu að strákarnir verða að leika mun betur en þeir gerðu í gær til þess að komast áfram í Evrópukeppninni. Við treystum auðvitað á strákanna okkar og vonum að þeir komi heim með sigur í farteskinu. Síðari Evrópuleikurinn verður svo á Ásvöllum sunnudaginn 8.október.