Stjarnan-Haukar ESSOdeild kvenna

Stelpurnar okkar unnu stórglæsilegan sigur 19-24 á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Leikurinn byrjaði jafnt, Stjarnan fyrri til að skora en Haukar jöfnuðu jafnharðan. Okkar stelpur komust fyrst yfir 4-5 og náðu síðan góðri forystu 6-9 um miðjan fyrri hálfleik. Voru að spila fína vörn og góðan sóknarbolta. Þá kom kafli þar sem ekkert gekk upp í sókninni og stelpunum tókst með engu móti að skora í rúmar 10 mín. Stjarnan náði að jafna í 9-9 á þessum kafla. Haukar skorðuðu svo 10. markið þegar rúmar 2 mín. voru eftir og Stjarnan jafnaði í 10-10 og voru það hálfleikstölur.

Vörnin þéttist heilmikið í seinni hálfleik þegar Harpa kom inná. Stjarnan náði að skora fyrsta markið en Haukar svöruðu strax 11-11 og höfðu síðan frumkvæðið í leiknum. Stjarnan náði reyndar að jafna einu sinni 14-14 en okkar stelpur náðu aftur forystunni og höfðu yfirhöndina það sem eftir var og voru þetta einu, tveim og þremur mörkum yfir og unnu leikinn með 5 mörkum.

Þó tölvert væri um mistök, spiluðu þær mjög góðan bolta á köflum. Frábær sigur í skemmtilegum leik.