Stelpurnar okkar

Í gærkvöldu sýndu stelpurnar okkar hversu þær eru megnugar, þær sýndu og sönnuðu að þær eru langbestar.
Þær uppskáru vel eftir veturinn, töpuðu ekki leik á heimavelli, unnu úrslitakeppnina 7-0, og eru Deildarmeistarar 2005 og Íslandsmeistarar 2005. Stórglæsilegur árangur.

Leikurinn í gær var frábær skemmtun. Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn ekki vel. Eyjastelpur komu ákveðnar til leiks og voru með yfirhöndina fram yfir miðjan hálfleik. En þá kom að því að Haukavélin hrökk í gang, vörnin small og hraðaupphlaupin skiluð sér. Þær breyttu stöðunni úr 7-10 í 12-10 og héldu forystu það sem eftir var leiks. Í seinni hálfleik náðu Haukar mest fimm marka forskoti en slökuðu á og ÍBV minnkaði muninn í eitt en nær komust þær ekki. Stelpurnar okkar ætluðu sér ekkert annað en sigur, þær bættu í og lönduðu frábærum sigri og sigurlaunin voru Íslandsmeistaratitilinn. Meiriháttar að fá “Dolluna” aftur heima á Ásvelli.

Við þökkum áhorfendum fyrir dyggan stuðning, þeir hvöttu stelpurnar vel og sköpuðu frábæra stemmingu sem hjálpaði liðinu okkar að landa titlinum.

Einnig þökkum við ÍBV fyrir drengilega úrslitarimmu en í henni mættust tvö bestu kvennalið landsins. Við hlökkum til að hitta ÍBV aftur í úrslitaeinvígi mfl. karla og þar verður án efa boðið uppá frábæran handbolta.

Síðast en ekki síst þökkum við stepunum okkar fyrir frábæran vetur. Þið sýnduð okkur að Haukar eiga besta lið landsins. Til hamingju stelpur, þið eruð mestar, bestar og alltaf flottastar. Þið eru ÍSLANDSMEISTRARAR 2005.