Stelpurnar í handboltanum fara af stað á ný

Guðrún Erla lék með íslenska landliðinu í pásunni. Mynd: Vísir/Ernir

Á morgun, þriðjudag, er komið að því að meistaraflokkur kvenna hefji leik á ný eftir landsliðspásuna sem hefur verið undanfarnar vikur en þá fá þær Gróttu í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 20:00.

Liðin hafa mæst einu sinni áður á tímabilinu en þá höfðu Haukastelpur betur í hörkuleik 23-20 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 13-12. Fyrir leik morgundagsins eru Haukastelpur í 2. sæti Olísdeildarinnar með 11. stig eftir 8 leiki á meðan situr Grótta á botni deildarinnar með aðeins 2 stig.

Þetta er því stórhættulegur leikur því alltaf er erfitt að mæta liðum sem eru með bakið upp við vegg. Haukastelpurnar hafa verið flottar það sem af er tímabili og því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina kl. 20:00 á morgun og hjálpa stelpunum í toppbaráttunni. Áfram Haukar!