Stórleikur í Eimskipsbikarnum

Á sunnudag kl. 16:00 verður stórleikur í Eimskipsbikarnum, er okkar menn heimsækja Valsmenn í nýju íþróttahúsi þeirra á Hlíðarenda. Þetta verður í þriðja sinn sem þessi lið mætast í vetur. Í fyrstu umferð sigruðu Haukar – Val nokkuð örugglega í Vodafonehöllinni. Í níundu umferð kíkti síðan Valsarar við í Hafnarfjörðinn og náðu að krækja sér í eitt stig.

Haukar eru eins og flest allir vita á toppnum í N1 deildinni en Valsarar eru í 5.sæti níu stigum á eftir Haukum en eiga 3 leiki inni. En þar sem þetta er bikarleikur þá getur allt gerst.

Í 32 – liða úrslitunum sátu bæði lið hjá, en í 16 – liða úrslitunum sigruðu okkar menn ÍR 2 með tíu mörkum eftir að hafa verið einungis fjórum mörkum yfir í hálfleik. Lið Vals mætti Haukum 2 (Bumbunum). Haukar 2 var talið betra liðið á pappírunum, en vegna aldurs og þols þá náðu Valsarar að krækja sér í sigur, eftir hörkuspennandi leik.

 

Síðasti leikur Hauka í deildinni var gegn Stjörnunni í gær, en Haukar fóru með öruggan þriggja marka sigur, 28-25 þar sem varnarleikurinn í seinni hálfleik skópi sigurinn. Valsmenn léku einnig síðast í deildinni gegn Stjörnunni og fóru með sigur á heimavelli með fimm mörkum, 34-29.

 

Það verður athugavert að sjá hvort að Fannar Friðgeirsson spili með Valsmönnum á sunnudaginn, en í síðasta leik Vals og Stjörnunnar neitaði hann að fara inn á þegar um þrjár mínútur voru eftir og fór beint inn í klefa þegar leik lauk án þess að þakka leikmönnum Stjörnunnar né dómurum fyrir leikinn og hvað þá að fagna með liðsfélögum sínum.

Það verður mikið um dýrðir á Ásvöllum á sunnudaginn. Fyrir utan yngri flokka leikina sem verða spilaðir þar um hádegið verður mikið að gera fyrir bikarleikinn. Klukkan 14:30 verður boðið upp á andlitsmálningu fyrir allt Haukafólk, svo stundvíslega klukkan 15:00 verður lagt af stað með rútu beint í Vodafone-höllina, en sú rútuferð verður frí fyrir alla!
Eins og fyrr segir verða einnig yngri flokka leikir upp á Ásvöllum á sunnudaginn, en fyrri leikurinn er kl. 13:00 , þegar Haukar og FH leika í 4.flokki A-lið. Svo strax eftir þeim leikur koma Eyjapeyjar í heimsókn í unglingaflokki karla og spila gegn Haukar 2 í bikarnum, kl. 14:15.

 

Á morgun munu síðan nokkrir leikmenn meistaraflokks auk Aron Kristjánssonar þjálfara liðsins tjá okkur hvernig stemmingin hjá leikmönnunum er fyrir leiknum, bíðið spennt…!

 

– Arnar Daði Arnarsson skrifar.