Stórleikur á morgun

Á morgun, fimmtudag, fer fram stórleikur í Mýrinni í Garðabæ. Þá fara strákarnir okkar í heimsókn til Stjörnumanna. Leikurinn, sem er liður í N1 deildinni, hefst stundvíslega klukkan 20:00.

Fyrir leikinn eru strákarnir okkar í toppsæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki, tveimur stigum á undan HK sem hefur leikið 10 leiki.
Stjarnan er í 4. sæti með 13 stig, eins og Fram sem er í 3. sæti. Bæði liðin hafa leikið 10 leiki.

Leikurinn er því gífurlega mikilvægur fyrir bæði liðin í toppbaráttu N1 deildarinnar.

Stjarnan tapaði síðasta leik sínum en þá léku þeir gegn Val á útivelli. Leikurinn endaði með 5 marka sigri Vals, 34-29.
Strákarnir okkar gerðu jafntefli í síðasta leik gegn Akureyri á heimavelli. Leikurinn endaði 25-25 eftir arfaslakan leik okkar manna.

Haukar hafa skorað 312 mörk á tímabilinu og fengið á sig 266. Markatalan er því 46 mörk í plús.
Stjarnan hefur skorað 303 mörk og fengið á sig 271 mark. Markatalan er því 32 mörk í plús.

Við hvetjum fólk til að mæta á leikinn og styðja strákanna okkar. Mætum tímanlega og búum til góða stemningu á útivelli og látum eins og heima hjá okkur.

ÁFRAM HAUKAR!!