Stórleikur á Ásvöllum á morgun, Haukar – Valur

HaukarÞað verður toppslagur í N1-deild kvenna þegar einu taplausu liðin í deildinni mætast á Ásvöllum á morgun. Um er að ræða leik Hauka og Vals en leikurinn hefst klukkan 19:30.

Haukar hafa sigrað fyrstu tvo leiki sína í deildinni, fyrst gegn Fylki síðan gegn HK.

Valur hefur einnig sigrað fyrstu leiki sína í deildinni sem eru heilir þrír talsins. Fyrst gegn Stjörnunni síðan Víking og svo næst gegn HK.

Það verður því boðið upp á stórleik og allt lagt undir í leiknum á morgun.

Stórleikur á Ásvöllum á morgun, Haukar – Valur

HaukarÁ morgun verður leikin heil umferð í N1-deild karla, en stórleikur umferðarinnar er án efa á Ásvöllum klukkan 19:30 þegar Haukar taka á móti Valsmönnum. Hinir leikirnar fara allir fram á sama tíma en FH taka á móti efsta liðinu, Fram, Stjarnan og HK mætast í Garðabænum og Víkingar fara í heimsókn til Akureyri.

Valsarar eru sem stendir í 2.sæti deildarinnar með 15 stig en Haukar eru stigi á eftir með 14 stig og því verður hart barist á morgun.

Þessi sömulið mættust í deildarbikarnum milli jól og ný árs og þar höfðu Haukar betur með einu marki 26-25 í dramatískum leik.

Flestir Haukamenn vilja hinsvegar gleyma fyrri leik þessara liða í deildinni en þá voru Valsmenn til að mynda 13 mörkum yfir í hálfleik 21-8 en lokatölur í leiknum urðu 35-23.

Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið enda mikilvægt að byrja nýtt ár vel, en bæði lið eiga möguleika að fara á toppinn eftir þessa umferð tapi Fram stigum gegn FH í Kaplakrika á morgun, en FHingar eru sem stendur í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna á Ásvelli á morgun, en allir iðkendur yngri flokka Hauka í handbolta ættu að vera komin með blað sem veitir foreldrum frían aðgang á leikinn. 

Leikurinn hefst 19:30, allir á völlinn.