Spiluðu sinn síðasta heimaleik

Í gær spiluðu tveir leikmenn sinn síðasta heimaleik fyrir Hauka. Þeir hafa báðir ákveðið að leggja skóna á hillinu eftir margra ára stórkostlega spilamennsku fyrir félagið.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Jón Karl Björnsson og Halldór Ingólfsson. Þeir hafa báðir leikið með liðinu síðan 1995, báðir með hléum.

Halldór tók sér Haukapásu þegar hann fór og lék með Bodö í norsku deildini en snéri aftur heim til Hauka. Hann fór svo aftur út árið 2006 og tók við þjálfun norska liðsins Stavanger. Þá hafði hann tilkynnt að hann væri hættur að spila en gat ekki látið skóna vera upp á hillu lengi því hann var kominn á fullt um mitt tímabil. Ári síðar snéri Dóri heim og lék með Haukum í vetur.

Jón Karl hefur spilað með Haukum öll ár síðan 1995 fyrir utan tvö tímabil, árin 1996 – 1998, en þá lék hann með Fylki í 2. deildinni. Jón Karl snéri svo heim og hefur verið einn af lykilmönnunum í velgengni liðsins síðust ár.

Leikmennirnir voru heiðraðir fyrir leikinn í gær gegn Aftureldingu.