Spennufall eftir bikarsigur

Haukar fengu skell í kvöld er KR komu í heimsókn. Taktík KR að sýna Haukum virðingu með því að færa þeim blómvönd að gjöf fyrir leik bar tiláætlaðan árangur. Haukar vanmátu gestina og máttu þola stórt tap, 74-91.

Góðu fréttirnar eru þó þær að Keflavík tapaði líka í kvöld og því er annað sætið og þar með heimavallarrétturinn í undanúrslitum tryggður fyrir úrslitakeppnina.

Bestu leikmenn Hauka í kvöld voru Lele Hardy sem var með 24 stig og 11 fráköst en hún fékk sína fimmtu villu í leiknum þegar 4.5 mínútur voru eftir fjórða leikhluta.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir tók þá við stigaskorunni fyrir Hauka þar sem hún skoraði 7 stig eftir af Lele fór útaf og var því með 11 stig í leiknum en hún hafði verið stigalaus fyrstu 29 mínútur leiksins.

Auður Íris Ólafsdóttir var svo með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.

Lovísa Björt Henningsdóttir var einnig með 10 stig ásamt 3 fráköstum og 3 vörðum skotum.

Tölfræði leiksins á KKÍ.is
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is 
Myndasafn eftir Axel FInn